Mosfellingurinn Hans fékk heldur betur fallegt bréf frá Manchester United á dögunum en börn hans greindu frá þessu á Twitter.
Í síðustu viku barst bréf inn um lúguna á heimili hans í Mosfellsbæ en Hans er mikill stuðningsmaður rauðu djöflanna í Manchester borg.
Hans er að glíma við veikindi og börn hans greindu frá skeytinu á Twitter-síðum sínum en þar skrifa báðir þjálfarar Manchester United, Ole Gunnar Solskjær og Casey Stoney, undir bréfið.
„Við erum mjög sár að heyra af veikindum þínum og vildum komast í samband við þig til að koma batakveðjum á þig,“ sagði í bréfinu.
„Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt þetta er fyrir þig og fjölskyldu þína og vonum við að þessi nokkur orð geti hvatt þig að vera sterkur á þessum erfiðu dögum.“
Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Respect to @ManUtd. My dad just received this and it made him so happy pic.twitter.com/kF9UixgVSs
— Eva (@EvaRut14) September 8, 2020