Þögn á útvarpsstöðvunum í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 09:00 Fyrsa stjórn FSST stillir sér upp á Laugaveginum. Formaðurinn Helgi Björnsson stendur fyrir miðju. Aðrir stjórnarmenn eru Selma Björnsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Bubbi Morthens. Varamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius. Brynjar Snær Þögn ríkti á stærstu útvarpsstöðum landsins í skamma stund á níunda tímanum í morgun. Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957, X977, Rás 1, Rás 2, K100 og Suðurland FM gerðu hlé á dagskrá sinni með algjörri þögn í stutta stund klukkan 8:45 í morgun. Um samstillt átak útvarpsstöðvanna var að ræða, sem ráðist var í að frumkvæði hins nýstofnaða Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna (FSST). Félagið kveðst í tilkynningu meta aðgerðina mikils. Þrátt fyrir hina stuttu þögn muni íslenskt tónlistarfólk „áfram sem áður standa með þjóð sinni, létta lund hennar og leggja sitt af mörkum.“ Staðan orðin alvarleg Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið íslenska tónlistarmenn grátt síðustu mánuði. Samkomubanni var komið á um miðjan mars og hefur verið í gildi með misháum fjöldamörkum síðan. Tónleika- og viðburðahald hefur þannig lagst nær alfarið af og segir FSST að staðan sem uppi er komin sé alvarleg. Úrræði fyrir tónlistarmenn séu jafnframt af skornum skammti. „Tónlistarfólk sem hefur lifibrauð sitt af flutningi lifandi tónlistar hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi og framtíðin virðist ótrygg hvað viðburðahald og aðrar samkomur varðar. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði starfar í sveiflukenndum og árstíðabundnum markaði, greiðir skatta og önnur gjöld en sökum eðli starfsins fellur utan öryggisnets samtryggingakerfisins þegar áföll sem þessi dynja á. Þá hefur sjálfstætt starfandi tónlistarfólk hvorki getað nýtt sér að neinu ráði tímabundin úrræði stjórnvalda né efnahagslegar viðspyrnuaðgerðir sem kynntar hafa verið,“ segir í tilkynningu FSST. Félagið kallar eftir aðgerðum til að koma til móts við tekjutap félagsmanna. „Félagsmenn FSST starfa ekki í tómarúmi, á okkur stóla rekstraraðilar tónlistar- og menningarhúsa, opinber og einkarekin, tækjaleigur, sviðsmenn, ljósamenn, hljóðmenn, hárgreiðslu- og förðunarfólk, ljósmyndarar, hönnuðir, auglýsendur og auðvitað fjölmargir aðrir. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk er mikilvægur hlekkur virðiskeðjunnar á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Starfstéttin er í grafalvarlegri stöðu, félagsmenn berjast í bökkum og geta ekki beðið lengur. Það þarf að grípa til aðgerða og það strax því til viðbótar við núverandi stöðu er mikil hætta á brottfalli úr stéttinni og að nýliðun takmarkist mikið með alvarlegum og jafnvel óafturkræfum afleiðingum.“ Landsþekkt stjórn FSST var stofnað 14. ágúst, einkum vegna stöðunnar sem lýst er hér að framan. Félagar eru sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði og hefur félagið þann megintilgang að „standa vörð um réttindi, gæta hagsmuna og efla samstöðu félagsmanna“, auk þess sem það vill efla skilning á verktakastarfsemi sem ráðandi er í íslenskum tónlistariðnaði. Fyrstu stjórn félagsins skipa landsþekktir tónlistarmenn. Helgi Björnsson er formaður og með honum í stjórn sitja Selma Björnsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Bubbi Morthens. Varamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius. Klippa: Viðtal við Bubba Morthens Klippa: Viðtal við Bubba Morthens Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Kjaramál Fjölmiðlar X977 Bylgjan FM957 Tengdar fréttir „Frústreraður því menningar- og tónlistarviðburðir eru litnir hornauga“ Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni. 29. júlí 2020 14:30 Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Tónlistar- og sviðslistamenn ósáttir við hvernig útdeiling á aukafjárveitingu til listamanna skiptist. 13. maí 2020 07:52 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Þögn ríkti á stærstu útvarpsstöðum landsins í skamma stund á níunda tímanum í morgun. Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957, X977, Rás 1, Rás 2, K100 og Suðurland FM gerðu hlé á dagskrá sinni með algjörri þögn í stutta stund klukkan 8:45 í morgun. Um samstillt átak útvarpsstöðvanna var að ræða, sem ráðist var í að frumkvæði hins nýstofnaða Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna (FSST). Félagið kveðst í tilkynningu meta aðgerðina mikils. Þrátt fyrir hina stuttu þögn muni íslenskt tónlistarfólk „áfram sem áður standa með þjóð sinni, létta lund hennar og leggja sitt af mörkum.“ Staðan orðin alvarleg Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið íslenska tónlistarmenn grátt síðustu mánuði. Samkomubanni var komið á um miðjan mars og hefur verið í gildi með misháum fjöldamörkum síðan. Tónleika- og viðburðahald hefur þannig lagst nær alfarið af og segir FSST að staðan sem uppi er komin sé alvarleg. Úrræði fyrir tónlistarmenn séu jafnframt af skornum skammti. „Tónlistarfólk sem hefur lifibrauð sitt af flutningi lifandi tónlistar hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi og framtíðin virðist ótrygg hvað viðburðahald og aðrar samkomur varðar. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði starfar í sveiflukenndum og árstíðabundnum markaði, greiðir skatta og önnur gjöld en sökum eðli starfsins fellur utan öryggisnets samtryggingakerfisins þegar áföll sem þessi dynja á. Þá hefur sjálfstætt starfandi tónlistarfólk hvorki getað nýtt sér að neinu ráði tímabundin úrræði stjórnvalda né efnahagslegar viðspyrnuaðgerðir sem kynntar hafa verið,“ segir í tilkynningu FSST. Félagið kallar eftir aðgerðum til að koma til móts við tekjutap félagsmanna. „Félagsmenn FSST starfa ekki í tómarúmi, á okkur stóla rekstraraðilar tónlistar- og menningarhúsa, opinber og einkarekin, tækjaleigur, sviðsmenn, ljósamenn, hljóðmenn, hárgreiðslu- og förðunarfólk, ljósmyndarar, hönnuðir, auglýsendur og auðvitað fjölmargir aðrir. Sjálfstætt starfandi tónlistarfólk er mikilvægur hlekkur virðiskeðjunnar á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Starfstéttin er í grafalvarlegri stöðu, félagsmenn berjast í bökkum og geta ekki beðið lengur. Það þarf að grípa til aðgerða og það strax því til viðbótar við núverandi stöðu er mikil hætta á brottfalli úr stéttinni og að nýliðun takmarkist mikið með alvarlegum og jafnvel óafturkræfum afleiðingum.“ Landsþekkt stjórn FSST var stofnað 14. ágúst, einkum vegna stöðunnar sem lýst er hér að framan. Félagar eru sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í íslenskum tónlistariðnaði og hefur félagið þann megintilgang að „standa vörð um réttindi, gæta hagsmuna og efla samstöðu félagsmanna“, auk þess sem það vill efla skilning á verktakastarfsemi sem ráðandi er í íslenskum tónlistariðnaði. Fyrstu stjórn félagsins skipa landsþekktir tónlistarmenn. Helgi Björnsson er formaður og með honum í stjórn sitja Selma Björnsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Bubbi Morthens. Varamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius. Klippa: Viðtal við Bubba Morthens Klippa: Viðtal við Bubba Morthens
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Kjaramál Fjölmiðlar X977 Bylgjan FM957 Tengdar fréttir „Frústreraður því menningar- og tónlistarviðburðir eru litnir hornauga“ Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni. 29. júlí 2020 14:30 Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Tónlistar- og sviðslistamenn ósáttir við hvernig útdeiling á aukafjárveitingu til listamanna skiptist. 13. maí 2020 07:52 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Frústreraður því menningar- og tónlistarviðburðir eru litnir hornauga“ Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni. 29. júlí 2020 14:30
Sviðnir sviðslistamenn við útdeilingu úr aðgerðapakkanum Tónlistar- og sviðslistamenn ósáttir við hvernig útdeiling á aukafjárveitingu til listamanna skiptist. 13. maí 2020 07:52