Lögreglan á Lesbos beitir farendur táragasi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 14:06 Farendur og flóttamenn mótmæla slæmum aðbúnaði í Moria-flóttamannabúðunum. EPA-EFE/ORESTIS PANAGIOTOU Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti farendur úr Moria-flóttamannabúðunum sem voru við mótmæli táragasi í dag. Átök milli farendanna og lögreglu brutust út nærri bráðabyrgðaflóttamannabúðum sem höfðu verið reistar af grískum yfirvöldum eftir að Moria-búðirnar brunnu því sem næst til kaldra kola á miðvikudag. Um þrettán þúsund farendur og flóttamenn bjuggu í Moria-búðunum við þröngan kost og bíða þess flestir örvæntingafullir að fá að yfirgefa eyjuna. Farendur eru einstaklingar sem flytja til annarra landa í leit að vinnu eða betra lífi. Eldur var kveiktur í bráðabirgðabúðunum fyrr í dag, nærri vegatálmum lögreglu, og þurfti slökkvilið að slökkva í eldinum. Íbúar Moria-búðanna höfðu einnig sjálfir kveikt í búðunum fyrr í vikunni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins en eldurinn blossaði aftur upp úr glæðum og brunnu búðirnar því sem næst til grunna. Mótmælin hófust í gær þegar farendur og flóttamenn gengu að vegatálmum lögreglunnar við flóttamannabúðirnar. Þeir héldu uppi spjöldum með þeim skilaboðum að þeir krefðust frelsis og mótmæltu einnig því að nýjar búðir verði reistar. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 11. september 2020 16:37 UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands 10. september 2020 15:54 Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti farendur úr Moria-flóttamannabúðunum sem voru við mótmæli táragasi í dag. Átök milli farendanna og lögreglu brutust út nærri bráðabyrgðaflóttamannabúðum sem höfðu verið reistar af grískum yfirvöldum eftir að Moria-búðirnar brunnu því sem næst til kaldra kola á miðvikudag. Um þrettán þúsund farendur og flóttamenn bjuggu í Moria-búðunum við þröngan kost og bíða þess flestir örvæntingafullir að fá að yfirgefa eyjuna. Farendur eru einstaklingar sem flytja til annarra landa í leit að vinnu eða betra lífi. Eldur var kveiktur í bráðabirgðabúðunum fyrr í dag, nærri vegatálmum lögreglu, og þurfti slökkvilið að slökkva í eldinum. Íbúar Moria-búðanna höfðu einnig sjálfir kveikt í búðunum fyrr í vikunni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins en eldurinn blossaði aftur upp úr glæðum og brunnu búðirnar því sem næst til grunna. Mótmælin hófust í gær þegar farendur og flóttamenn gengu að vegatálmum lögreglunnar við flóttamannabúðirnar. Þeir héldu uppi spjöldum með þeim skilaboðum að þeir krefðust frelsis og mótmæltu einnig því að nýjar búðir verði reistar.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 11. september 2020 16:37 UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands 10. september 2020 15:54 Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 11. september 2020 16:37
UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands 10. september 2020 15:54
Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47
Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04