Patrick Reed leiðir eftir tvo hringi á US Open Ísak Hallmundarson skrifar 19. september 2020 10:00 Patrick Reed með driverinn á lofti í gær. getty/Jamie Squire Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er í forystu eftir fyrstu tvo hringina á US Open, sem er eitt af fjórum árlegum risamótum í golfi. Reed spilaði á pari vallarins í gær og er samtals á fjórum höggum undir pari. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum hingað til, það var þegar hann vann Masters árið 2018. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari og Justin Thomas, Harris English og Rafa Cabrera Bello deila þriðja sætinu á tveimur höggum undir pari. Eftir góðan fyrsta hring stimplaði Rory McIlroy sig út úr toppbaráttunni í bili, en hann lék hringinn í gær á sex höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina í 22. sæti. Tiger Woods var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn, hann lék hringina tvo hörmulega, var á sjö höggum yfir pari í gær og samtals á tíu höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við sex högg yfir par. Bein útsending frá þriðja hringnum hefst kl. 16:00 á Stöð 2 Golf í dag. Golf Opna bandaríska Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er í forystu eftir fyrstu tvo hringina á US Open, sem er eitt af fjórum árlegum risamótum í golfi. Reed spilaði á pari vallarins í gær og er samtals á fjórum höggum undir pari. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum hingað til, það var þegar hann vann Masters árið 2018. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari og Justin Thomas, Harris English og Rafa Cabrera Bello deila þriðja sætinu á tveimur höggum undir pari. Eftir góðan fyrsta hring stimplaði Rory McIlroy sig út úr toppbaráttunni í bili, en hann lék hringinn í gær á sex höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina í 22. sæti. Tiger Woods var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn, hann lék hringina tvo hörmulega, var á sjö höggum yfir pari í gær og samtals á tíu höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við sex högg yfir par. Bein útsending frá þriðja hringnum hefst kl. 16:00 á Stöð 2 Golf í dag.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira