Fáránlegt að foreldrar langveikra barna fái sama veikindarétt og aðrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2020 08:00 Brynhildur Ýr Ottósdóttir er í hópi foreldra langveikra barna hér á landi. Hún segir að margt þurfi að breyta varðandi kerfið og veikindarétt þessara foreldra. Vísir/Góðvild „Þegar maður eignast langveikt barn þá er maður nokkuð fljótur að átta sig á því hvað veikindarétturinn er fáránlegur,“ segir Brynhildur Ýr Ottósdóttir, móðir tæplega þriggja ára langveiks drengs. Brynhildur hefur misst vinnu vegna of margra veikindadaga og telur kerfið einkennast af miklu skilningsleysi. „Það er einhvern veginn þitt að átta þig á öllum réttindum. Það er enginn sem segir „Heyrðu já þú átt rétt á þessu“ eða „Við getum hjálpað þér með þetta.“ Þetta eru bara 12 dagar á ári.“ Hjón með langveikt barn eiga saman rétt á 24 dögum á ári vegna veikinda barna. Brynhildur segir að foreldrar langveikra barna átti sig svo fljótt á því að það dugir ekki til. „Svo gerir þú þér grein fyrir því að eftir fjóra mánuði í starfi að þú ert búin með 80 daga. Þú hugsar bara fokk hvað á ég að gera, er ég að fara að hringja mig inn veika enn einu sinni.“ Hún segir að þessi mál sé aukið andlegt álag á þessa foreldra. Brynhildur Ýr ræddi sína upplifun af kerfinu í fyrsta þætti af Spjallið með Góðvild. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild Brynhildur Ýr Ottósdóttir Í hópi barna án greiningar Veikindaréttur á Íslandi hefur tekið litlum breytingum undanfarin ár og er mjög misjafnt hvar fólk stendur eftir stéttarfélögum. Í dag fá foreldrar langveikra barna ekki fleiri veikindadaga heldur en foreldrar heilbrigðra barna. Brynhildur segir að mikil þörf sé á að endurskoða þessi réttindi. „Strákurinn minn greinist með mótefnaskort þegar hann er sjö mánaða, eftir mjög mikil veikindi. Við erum í rauninni í þessum skemmtilega hóp að við vitum ekki almennilega hver greiningin er, við vitum bara að ónæmiskerfið virkar ekki eins og það á að gera og við erum bara í áframhaldandi rannsóknum.“ Sonur Brynhildar þarf að fara í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti. Veikindarétturinn hennar dugir því ekki einu sinni fyrir því. Oft eru aukaverkanirnar þannig að hann er líka slappur daginn eftir og jafn vel í tvo daga. Svo bætast ofan á þetta aðrir veikindadagar og allar læknisheimsóknir og eftirlit. Þeim fannst enginn grípa þau til að byrja með. „Við leituðum eftir öðrum foreldrum, sem hafa verið rosalega mikil hjálp. Það er ekki fyrr en í vor sem að hann fer í þetta nýja stuðningsteymi á Barnaspítalanum, að við fáum félagsráðgjafa sem leiðir okkur í gegnum þetta.“ Brynhildur Ýr eignaðist langveikt barn fyrir tæpum þremur árum. Hún segist mæta skilningsleysi víða.Mynd úr einkasafni Ekkert breyst Sjálf hefur hún þurft að taka marga veikindadaga vegna barnsins og einnig misst eina vinnu vegna fjarverunnar. Brynhildur fékk synjun í fyrstu tvö skiptin sem hún sótti um umönnunarbætur og endaði á að kæra til Velferðarnefndar. Hún hjálpar nú öðrum foreldrum að fara í gegnum þetta ferli. „Ég hef sótt um allt sjálf og fengið þá frekar stuðning frá félagsráðgjöfum og þannig hefur þetta rúllað að mestu. Læknarnir, ef maður gengur á þá, vita ýmsa hluti en eru oft að gleyma því að deila því með okkur því miður.“ Brynhildur gagnrýnir að ekki sé búið að bæta þessi mál hvað varðar veikindarétt fyrir foreldra langveikra barna. Yngri bróðir Brynhildar er líka langveikur og voru foreldrar hennar í sömu vandamálum varðandi veikindaréttinn. þegar þau voru í sömu sporum fyrir 18 árum síðan. „Maður er svo hissa á að ekkert hafi breyst,“ segir Brynhildur. Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Félagsmál Vinnumarkaður Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:15 Sterkari rödd og nýr vettvangur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi Á þriðjudag hefur göngu sína á Vísi þátturinn Spjallið með góðvild og mun nýr þáttur birtast vikulega. Um er að ræða nýjan vettvang sem ætlað er að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni í samfélaginu. 17. september 2020 12:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
„Þegar maður eignast langveikt barn þá er maður nokkuð fljótur að átta sig á því hvað veikindarétturinn er fáránlegur,“ segir Brynhildur Ýr Ottósdóttir, móðir tæplega þriggja ára langveiks drengs. Brynhildur hefur misst vinnu vegna of margra veikindadaga og telur kerfið einkennast af miklu skilningsleysi. „Það er einhvern veginn þitt að átta þig á öllum réttindum. Það er enginn sem segir „Heyrðu já þú átt rétt á þessu“ eða „Við getum hjálpað þér með þetta.“ Þetta eru bara 12 dagar á ári.“ Hjón með langveikt barn eiga saman rétt á 24 dögum á ári vegna veikinda barna. Brynhildur segir að foreldrar langveikra barna átti sig svo fljótt á því að það dugir ekki til. „Svo gerir þú þér grein fyrir því að eftir fjóra mánuði í starfi að þú ert búin með 80 daga. Þú hugsar bara fokk hvað á ég að gera, er ég að fara að hringja mig inn veika enn einu sinni.“ Hún segir að þessi mál sé aukið andlegt álag á þessa foreldra. Brynhildur Ýr ræddi sína upplifun af kerfinu í fyrsta þætti af Spjallið með Góðvild. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild Brynhildur Ýr Ottósdóttir Í hópi barna án greiningar Veikindaréttur á Íslandi hefur tekið litlum breytingum undanfarin ár og er mjög misjafnt hvar fólk stendur eftir stéttarfélögum. Í dag fá foreldrar langveikra barna ekki fleiri veikindadaga heldur en foreldrar heilbrigðra barna. Brynhildur segir að mikil þörf sé á að endurskoða þessi réttindi. „Strákurinn minn greinist með mótefnaskort þegar hann er sjö mánaða, eftir mjög mikil veikindi. Við erum í rauninni í þessum skemmtilega hóp að við vitum ekki almennilega hver greiningin er, við vitum bara að ónæmiskerfið virkar ekki eins og það á að gera og við erum bara í áframhaldandi rannsóknum.“ Sonur Brynhildar þarf að fara í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti. Veikindarétturinn hennar dugir því ekki einu sinni fyrir því. Oft eru aukaverkanirnar þannig að hann er líka slappur daginn eftir og jafn vel í tvo daga. Svo bætast ofan á þetta aðrir veikindadagar og allar læknisheimsóknir og eftirlit. Þeim fannst enginn grípa þau til að byrja með. „Við leituðum eftir öðrum foreldrum, sem hafa verið rosalega mikil hjálp. Það er ekki fyrr en í vor sem að hann fer í þetta nýja stuðningsteymi á Barnaspítalanum, að við fáum félagsráðgjafa sem leiðir okkur í gegnum þetta.“ Brynhildur Ýr eignaðist langveikt barn fyrir tæpum þremur árum. Hún segist mæta skilningsleysi víða.Mynd úr einkasafni Ekkert breyst Sjálf hefur hún þurft að taka marga veikindadaga vegna barnsins og einnig misst eina vinnu vegna fjarverunnar. Brynhildur fékk synjun í fyrstu tvö skiptin sem hún sótti um umönnunarbætur og endaði á að kæra til Velferðarnefndar. Hún hjálpar nú öðrum foreldrum að fara í gegnum þetta ferli. „Ég hef sótt um allt sjálf og fengið þá frekar stuðning frá félagsráðgjöfum og þannig hefur þetta rúllað að mestu. Læknarnir, ef maður gengur á þá, vita ýmsa hluti en eru oft að gleyma því að deila því með okkur því miður.“ Brynhildur gagnrýnir að ekki sé búið að bæta þessi mál hvað varðar veikindarétt fyrir foreldra langveikra barna. Yngri bróðir Brynhildar er líka langveikur og voru foreldrar hennar í sömu vandamálum varðandi veikindaréttinn. þegar þau voru í sömu sporum fyrir 18 árum síðan. „Maður er svo hissa á að ekkert hafi breyst,“ segir Brynhildur. Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Félagsmál Vinnumarkaður Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:15 Sterkari rödd og nýr vettvangur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi Á þriðjudag hefur göngu sína á Vísi þátturinn Spjallið með góðvild og mun nýr þáttur birtast vikulega. Um er að ræða nýjan vettvang sem ætlað er að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni í samfélaginu. 17. september 2020 12:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
„Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:15
Sterkari rödd og nýr vettvangur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi Á þriðjudag hefur göngu sína á Vísi þátturinn Spjallið með góðvild og mun nýr þáttur birtast vikulega. Um er að ræða nýjan vettvang sem ætlað er að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni í samfélaginu. 17. september 2020 12:00