Snillingur og furðufugl sem þoldi ekki fúskara Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 10:31 Laddi, Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns minntust Gísla Rúnars með fallegum orðum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann. Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Sjá meira
Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann.
Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Sjá meira