Gústi Gylfa: Við gefumst aldrei upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2020 20:21 Ágúst Gylfason mátti vera stoltur af frammistöðu leikmanna sinna í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu er fyrirliði þeirra, Sigurvin Reynisson, fékk umdeilt rautt spjald. Grótta komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli. Liðið náði ekki að halda út og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu er fyrirliði þeirra, Sigurvin Reynisson, fékk umdeilt rautt spjald. Grótta komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli. Liðið náði ekki að halda út og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira