Uppgjafartónn í Mourinho en Lampard vorkennir honum ekki Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 10:20 José Mourinho hefur í nógu að snúast eins og fleiri þessa dagana. vísir/getty José Mourinho hljómar ekki eins og hann muni leggja allt í sölurnar gegn sínu gamla liði í kvöld þegar Tottenham og Chelsea mætast í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Leikurinn er sá fyrsti í þessari umferð en henni lýkur á fimmtudagskvöld þegar Liverpool og Arsenal mætast. Tottenham komst í gegnum þriðju umferð án þess að spila vegna kórónuveirusmita hjá liðinu sem Tottenham átti að mæta, Leyton Orient. Leikjadagskráin er engu að síður afar þétt hjá Tottenham sem mætir Maccabi Haifa í Evrópudeildinni á fimmtudag og svo Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hærri fjárhæðir í húfi á fimmtudaginn „Ég myndi vilja geta barist um dieldabikarinn en ég held að ég geti það ekki,“ sagði Mourinho eftir 1-1 jafntefli Tottenham við Newcastle um helgina. Umspilsleikurinn við Maccabi Haifa, um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, væri mikilvægari: „Við eigum leik á fimmtudaginn sem gefur okkur ekki eins mikið af peningum og Meistaradeildin en þó fæst mikilvæg upphæð fyrir okkur með því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar,“ sagði Mourinho. Frank Lampard, stjóri Chelsea, vorkennir ekki sínum gamla læriföður: „Ég veit alveg að þetta er strembinn tími fyrir Tottenham út af Evrópudeildinni. En dagskráin er þétt hjá okkur öllum. Þeir áttu frí í miðri viku í síðustu viku, ekki við. Ég veit að þeir hafa í mörgu að snúast í þessari viku en ég þegar ég skoða Tottenham og hópinn sem þeir hafa þá er hann stórkostlegur. Ég tel því að hvaða liði sem Jose teflir fram þá verði það mjög sterkt,“ sagði Lampard. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Mourinho sagði að mörkin í Norður-Makedóníu hafi verið of lítil Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 25. september 2020 07:00 „Sá sérstaki“ stóð við loforðið Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum. 24. september 2020 23:00 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira
José Mourinho hljómar ekki eins og hann muni leggja allt í sölurnar gegn sínu gamla liði í kvöld þegar Tottenham og Chelsea mætast í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Leikurinn er sá fyrsti í þessari umferð en henni lýkur á fimmtudagskvöld þegar Liverpool og Arsenal mætast. Tottenham komst í gegnum þriðju umferð án þess að spila vegna kórónuveirusmita hjá liðinu sem Tottenham átti að mæta, Leyton Orient. Leikjadagskráin er engu að síður afar þétt hjá Tottenham sem mætir Maccabi Haifa í Evrópudeildinni á fimmtudag og svo Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hærri fjárhæðir í húfi á fimmtudaginn „Ég myndi vilja geta barist um dieldabikarinn en ég held að ég geti það ekki,“ sagði Mourinho eftir 1-1 jafntefli Tottenham við Newcastle um helgina. Umspilsleikurinn við Maccabi Haifa, um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, væri mikilvægari: „Við eigum leik á fimmtudaginn sem gefur okkur ekki eins mikið af peningum og Meistaradeildin en þó fæst mikilvæg upphæð fyrir okkur með því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar,“ sagði Mourinho. Frank Lampard, stjóri Chelsea, vorkennir ekki sínum gamla læriföður: „Ég veit alveg að þetta er strembinn tími fyrir Tottenham út af Evrópudeildinni. En dagskráin er þétt hjá okkur öllum. Þeir áttu frí í miðri viku í síðustu viku, ekki við. Ég veit að þeir hafa í mörgu að snúast í þessari viku en ég þegar ég skoða Tottenham og hópinn sem þeir hafa þá er hann stórkostlegur. Ég tel því að hvaða liði sem Jose teflir fram þá verði það mjög sterkt,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Mourinho sagði að mörkin í Norður-Makedóníu hafi verið of lítil Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 25. september 2020 07:00 „Sá sérstaki“ stóð við loforðið Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum. 24. september 2020 23:00 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira
VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00
Mourinho sagði að mörkin í Norður-Makedóníu hafi verið of lítil Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 25. september 2020 07:00
„Sá sérstaki“ stóð við loforðið Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum. 24. september 2020 23:00