Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 20:44 Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi er heimilt að nota banvæn vopn gegn mótmælendum. EPA-EFE/STR Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24