Fengu hvorki ferðamenn né „eðlilegt líf“ innanlands Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:00 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent