MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2020 10:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir getur hugsað sér að flytja aftur út til Los Angeles en bara ef hún fær góða vinnu. Hún segist vera hætt öllu harki þar. Vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31