Arnór til móts við landsliðið í dag þrátt fyrir smit liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 09:32 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Íslands í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa spilað leik í gær með Anders Christiansen, sem svo reyndist smitaður af kórónuveirunni, ferðast Arnór Ingvi Traustason til Þýskalands í dag til móts við íslenska landsliðið. Þetta staðfestir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við RÚV í dag. Því er von til þess að Arnór Ingvi geti spilað með Íslandi í úrslitaleiknum við Ungverjaland á fimmtudagskvöld um sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Arnór kom inn á sem varamaður og lék 20 mínútur með Malmö í gær þegar liðið vann Sirius 4-0. Christiansen og Arnór voru því báðir inni á vellinum í tíu mínútur áður en Dananum var skipt af velli. Eftir leik fögnuðu leikmenn Malmö svo sænska meistaratitlinum, sem liðið tryggði sér þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af leiktíðinni. Íslenska landsliðið kemur saman í Augsburg í dag og verður þar við æfingar fram á miðvikudag þegar hópurinn fer yfir til Ungverjalands. Ómar segir að allir í íslenska hópnum muni hafa farið í skimun fyrir komuna til Þýskalands og að allir fari í skimun á morgun sömuleiðis. Arnór hafi þegar farið í tvö próf sem hafi reynst neikvæð og komi því til Augsburg í dag, en að „farið verði sérstaklega varlega með hann um sinn“, eins og það er orðað í frétt RÚV. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Mikil óvissa er um hvort landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason geti tekið þátt í leiknum mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudaginn eftir að liðsfélagi hans greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 9. nóvember 2020 08:01
Arnór Ingvi sænskur meistari og Alfons skrefi nær norsku gulli Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 8. nóvember 2020 19:01