„Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 10:30 Halla Bergþóra tók við sem lögreglustjóri í maí á þessu ári. Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira