„Ég geri alltaf nokkrar aðventuskreytingar fyrir hver jól.“ Segir Soffía í samtali við Vísi.
„Sumar hverjar eru bara á bakka eða að ég nota eitthvað af þessum fallegu kertastjökum fyrir fjögur kerti sem fást núna víðast hvar. En svo finnst mér alltaf möst að vera með einn krans. Það er eitthvað svo tímalaust og fallegt við fallegan grænan greni- eða mosakrans með hvítum kertum. Jólin mín eru alltaf hvít, og svo nota ég með mikið af grænu í greninu, köngla og annað slíkt sem minnir á náttúruna. Mér finnst endalaust fallegt að nota jólatré og stjörnur og annað slíkt til skreytinga, en er lítið fyrir jólasveinana og slíkt til þess að punta.“

„Þessi sem er inni í stofu er ofur einföld, krans sem ég vafði með gervigreni, smá gervisnjór og svo bara stór kerti í fjórum stærðum. Tölustafirnir fengust í Húsgagnahöllinni.“

„Kransinn sem er á hvíta dúknum er kransaundirlag, vafið með fersku greni. Hann er svo settur á stóran Broste disk á fæti, sem ég fékk í Húsgagnahöllinni. Ég tók síðan annan minni disk og setti ofan á, til þess að lyfta upp kertunum og hafa þau í réttum hlutföllum við kransinn sjálfan. Ég setti síðan eina eucalyptusgrein með og þrjár hvítar stjörnur sem skreyta kransinn að framan.“

„Fyrst við erum að fara að telja niður til jóla, þá eru dagatalskertin frá Vast.is með þeim fallegustu sem hægt er að fá.“

„Svo er það fallega kertaskálin frá Myrkstore.is. Þessi er svo falleg og vegleg, og bíður upp á hvaða stíl sem þér hentar. Hægt að hafa bara mandarínur í henni, nú eða köngla, eða setja smá gervisnjó og útbúa hvaða jólaævintýri sem þér hentar, hvort sem þú notar hús eða bamba eða hvað sem er.“
Hægt er að sjá nokkrar hugmyndir að útfærslum í albúminu hér fyrir neðan.
Soffía Dögg hefur í mörg ár haldið úti síðunni Skreytum hús og samnefndum Facebook hóp og má þar líka finna margar hugmyndir.