Íslenska bylgjan og Jónatan heiðruð á Degi íslenskrar tónlistar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 00:01 Ósk Gunnarsdóttir. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður og útvarpsstöðin Íslenska bylgjan voru á meðal verðlaunahafa á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag. Boðað var til dagskrár í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í tilefni dagains, þar sem velunnurum íslenskrar tónlistar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi umfjöllun og stuðning við íslenska tónlist. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður fékk heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar sem kennd eru við Lítinn fugl. Viðurkenninguna fær Jónatan fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Jónatan hóf að skrifa um popptónlist í dagblöð árið 1977 og um líkt leyti byrjaði hann að gera útvarpsþætti um tónlist. Seinna bættist sjónvarps- og heimildarþáttagerð við. Hann var einn af stofnendum Jazzvakningar og formaður þess félags á upphafsárunum. Hann vann við hljómplötuútgáfu frá 1978 til 1987 og var formaður Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda lengi vel. Jónatan hefur gegnt formennsku hjá Tónlistarsjóði og verið framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Jónatan hefur komið að íslenskri tónlist á margvíslegan hátt í rúma fjóra áratugi. Hann var lengi fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, skrifað fjölmargar greinar um tónlistarmenn, hljómplötur og íslenskt tónlistarlíf, komið að bókarskrifum um íslenska tónlist, kennt rokksögu í Tónlistarskóla FÍH og Menntaskóla í tónlist og haldið fyrirlestra um íslenska tónlist um árabil. Hann tók þátt í að setja Rokksafn Íslands á laggirnar og skrifaði allan texta safnsins. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu meðal annars við þáttagerð. Jónatan Garðarsson.Hörður Sveinsson Auk heiðursverðlaunanna fékk Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sérstök hvatningarverðlaun fyrir öfluga og metnaðarfulla dagskrá undanfarin ár, m.a. kvikmyndartónlistarverkefnið SinfoniaNord. Það voru stofnendur SinfoNord verkefnisins, tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Fyrir aukna innlenda dagskrárgerð, miðlun tónlistar í samkomubanni og atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi hlaut Sjónvarp Símans viðurkenninguna Gluggann. Það var dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Pálmi Guðmundsson sem tók við viðurkenningunni. Loks hlaut Íslenska Bylgjan nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en þessi nýtilkomna útvarpsstöð leikur eingöngu íslenska tónlist og virkar sem mikil hvatning til íslensks tónlistarfólks, að mati DÍT. Ósk Gunnarsdóttir dagskrárstjóri tók við viðurkenningunni. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Sjá meira
Boðað var til dagskrár í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í tilefni dagains, þar sem velunnurum íslenskrar tónlistar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi umfjöllun og stuðning við íslenska tónlist. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður fékk heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar sem kennd eru við Lítinn fugl. Viðurkenninguna fær Jónatan fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Jónatan hóf að skrifa um popptónlist í dagblöð árið 1977 og um líkt leyti byrjaði hann að gera útvarpsþætti um tónlist. Seinna bættist sjónvarps- og heimildarþáttagerð við. Hann var einn af stofnendum Jazzvakningar og formaður þess félags á upphafsárunum. Hann vann við hljómplötuútgáfu frá 1978 til 1987 og var formaður Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda lengi vel. Jónatan hefur gegnt formennsku hjá Tónlistarsjóði og verið framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Jónatan hefur komið að íslenskri tónlist á margvíslegan hátt í rúma fjóra áratugi. Hann var lengi fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, skrifað fjölmargar greinar um tónlistarmenn, hljómplötur og íslenskt tónlistarlíf, komið að bókarskrifum um íslenska tónlist, kennt rokksögu í Tónlistarskóla FÍH og Menntaskóla í tónlist og haldið fyrirlestra um íslenska tónlist um árabil. Hann tók þátt í að setja Rokksafn Íslands á laggirnar og skrifaði allan texta safnsins. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu meðal annars við þáttagerð. Jónatan Garðarsson.Hörður Sveinsson Auk heiðursverðlaunanna fékk Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sérstök hvatningarverðlaun fyrir öfluga og metnaðarfulla dagskrá undanfarin ár, m.a. kvikmyndartónlistarverkefnið SinfoniaNord. Það voru stofnendur SinfoNord verkefnisins, tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Fyrir aukna innlenda dagskrárgerð, miðlun tónlistar í samkomubanni og atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi hlaut Sjónvarp Símans viðurkenninguna Gluggann. Það var dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Pálmi Guðmundsson sem tók við viðurkenningunni. Loks hlaut Íslenska Bylgjan nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en þessi nýtilkomna útvarpsstöð leikur eingöngu íslenska tónlist og virkar sem mikil hvatning til íslensks tónlistarfólks, að mati DÍT. Ósk Gunnarsdóttir dagskrárstjóri tók við viðurkenningunni.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Sjá meira