Brexit mun hafa mikil áhrif á leikmannakaup enskra knattspyrnuliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 09:00 Eftir að Bretland segir sig úr Evrópusambandinu mun það reynast félögum erfðara að kaupa leikmenn erlendis frá. Marc Atkins/Getty Images Það var vitað að brotthvarf Bretlandseyja úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á ensk knattspyrnufélög. Munu félög ekki geta keypt leikmenn undir 18 ára aldri og þá verður atvinnuleyfiskerfi leikmanna byggt á stigakerfi. Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar. Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar.
Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira