Þórir henti lykilmanni út úr hópnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 13:00 Veronica E. Kristiansen var valin besti maður vallarins á móti Póllandi. EPA-EFE/BO AMSTRUP Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gerði óvænta breytingu á EM-hópi sínum í dag en það er þó góð skýring á því. Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku. EM 2020 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira