Morðingi Grace Millane sakfelldur fyrir fleiri árásir gegn konum Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 07:37 Jesse Kempton komst í kynni við flestar konurnar í gegnum stefnumótaforrit. AP Maðurinn sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane á Nýja-Sjálandi hefur verið sakfelldur fyrir tvær árásir til viðbótar gegn konum. BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00