Ástandið fer versnandi í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:19 Sjúkrahús eru að kikna undan álagi og útfarastofur sömuleiðis. AP/Silvia Izquierdo Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira