Trump fór mikinn á kosningafundi í Georgíu: „Þau taka ekki Hvíta húsið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 07:27 Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fundinum í Georgíu í gær. Getty/Peter Zay Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær. Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira