Var að ljúka við leyniverkefni fyrir Netflix á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 15:30 Það er heldur betur nóg að gera hjá Balta. Vísir/getty Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur var að ljúka við verkefni fyrir Netflix en vegna trúnaðar má hann ekki greina frá því hvaða verkefni um ræðir en þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í gær. Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“ Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“
Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira