Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson fylgdi eftir 30 stiga leik á móti Haukum með því að skora magnaða þriggja stiga sigurkörfu á Króknum í gærkvöldi.
Teitur Örlygsson var með Kjartani Atla Kjartanssyni í Domino´s Tilþrifunum í gærkvöldi þar sem farið var yfir leiki kvöldsins.
Teitur hrósaði Loga mikið og sagði hann hafa bætt formið sitt frá því í fyrra.
„Logi lítur bara virkilega vel út. Hann er ekki bara að hitta úr þriggja stiga skotum eins og gamall maður. Hann er taka boltann á körfuna og fara framhjá mönnum sem eru tuttugu árum yngri en hann,“ sagði Teitur.
„Hann virkar bara fljótari en þeir og það er magnað finnst mér. Mér finnst hann vera í betra formi en í fyrra,“ sagði Teitur.
Kjartan Atli dásamaði líka Loga og vill láta skoða kappann aðeins betur.
„Kári Stefansson ætti að fara og rannsaka þetta held ég því Logi Gunnarsson er rannsóknarefni," skaut Kjartan inn í.
„Þetta fer ekki út fyrir Njarðvík samt," svaraði Teitur.
Það má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.