Flugöryggisstofnun Evrópu EASA hefur heimilað að nota megi MAX flugvélarnar á nýjan leik eftir tuttugu og tveggja mánaða hlé. En nokkrar vikur eru frá því Flugöryggisstofnun Bandaríkjanna vottaði uppfærlsur á búnaði flugvélanna og heimilaði notkun þeirra í farþegaflugi.
MAX flugvélarnar voru mikil vonarstjarna hjá Boeing verksmiðjunum í samkeppni við Airbus 320 flugvélarnar. Þær vonir breyttust hins vegar í martröð skömmu eftir að fyrstu flugvélarnar voru teknar í notkun. Fyrst hrapaði flugvél frá Lion Air til jarðar árið 2018 og árið 2019 hrapaði MAX flugvél Ethiopian Airlines. Þrjúhundruð fjörtíu og sex manns fórust í þessum tveimur slysum.
Eftir seinna slysið var allur floti MAX flugvéla kyrrsettur í mars 2019 og vikurnar og mánuðina þar á eftir komu ýmsir gallar í hugbúnaði flugvélanna í ljós. Boeing hafði leynt flugfélög að vegna legu hreyfla væri þyngdarpunktur flugvélanna ótryggur og að þjálfa þyrfti flugmenn sérstaklega til að bregðast við hugbúnaði sem ætti að leiðrétta þyngdarpunktinn til að koma í veg fyrir að flugvélarnar ofrisu í brottflugi.

Icelandair hafði gert samning um kaup á sextán MAX flugvélum og hefur þegar fengið sex afhentar. Félagið samdi hins vegar við Boeing fyrir hlutafjárútboð félagsins í haust um að það kaupa aðeins tólf flugvélar. Bogi Nils segir allt til reiðu til að hefja þjálfun flugmanna Icelandair á uppfærða útgáfu flugvélanna. Þær verði síðan teknar í notkun þegar flugumferð fari að glæðast á ný vonandi í vor eða næsta sumar.