Leitaði í viskubrunn Óla Þórðar eftir áhuga Breiðabliks og Vals Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 19:16 Davíð Örn mun leika í grænu næsta sumar. Breiðablik „Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Örn Atlason, nýjasti leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Honum stóð einnig til boða að fara til Íslandsmeistara Vals en tók endanlega ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni. Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að vera komin heim“ Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Sjá meira
Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að vera komin heim“ Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Sjá meira