Vilja handtaka Rittenhouse aftur Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 08:55 Kyle Rittenhouse skaut tvo menn til bana og særði þann þriðja en segist hafa gert það í sjálfsvörn. Getty/Tayfun Coskun Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira