Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:14 Margrét Lillý sagði frá átakanlegri barnæsku sinni í þættinum Kompás fyrir rúmu ári síðan. Þar segir hún Seltjarnarnesbæ hafa brugðist sér. vísir/vilhelm Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar. Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar.
Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira