Samsetning hluthafahóps Icelandair hefur breyst umtalsvert að undanförnu eftir hlutafjárútboð félagsins í september síðast liðinn. Tilnefninganefndin hefur hins vegar lagt til að sömu fimm einstaklingar skipi stjórnina áfram.
Það eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson.
John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010.
Úlfar er formaður stjórnar Icelandair og forstjóri Toyota á Íslandi. Svava er varaformaður stjórnarinnar.