Þorpsbúar telja líklegt að Sadpara hafi freistað þess að bjarga félögum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 13:23 John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum. Íbúar í þorpinu hans Ali Sadpara, sem nú er leitað á K2 ásamt John Snorra Sigurjónssyni og Juan Pablo Mohr, telja líklegast að annar félaga hans hafi slasast og Sadpara freistað þess að bjarga hópnum í stað þess að halda áfram niður fjallið. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um Sadpara, sem er Pakistani. Þar segir að sérfræðingar séu á einu máli um að hættan sé mest á niðurleið, þar sem eitt feilspor getur sent menn niður í djúpið dimma. Þeir sem þekkja Sadpara draga hins vegar í efa að hann myndi gera slík mistök og telja líklegra að eitthvað hafi hent samferðamenn hans. BBC hefur eftir þorpsbúum að oftar en einu sinni hafi geitur sem Sadpara var að sinna meiðst og hann borið þær niður fjallið í stað þess að aflífa þær, eins og venja er. Þrátt fyrir að meira en vika sé liðin frá því að síðast heyrðist til félaganna bíður fólk enn eftir kraftaverki. „Það var í síðasta skipti sem ég sá þá“ Sajid Sadpara, sonur Ali, segir hins vegar litlar líkur á því að mennirnir séu enn á lífi. Í samtali við BBC segir hann frá því hvernig 25 til 30 lögðu af stað á fjallið en að allir hefðu snúið við áður en komið var í 8.000 metra hæð. Þá greinir hann frá síðustu samskiptum sínum við föður sinn. „Ég kallaði að kúturinn væri lekur. Hann sagði: „Ekki hafa áhyggjur, haltu áfram að klifra, þér mun líða betur.“ En ég hafði ekki styrk til þess og ákvað að snúa við. Það var um hádegi á föstudeginum. Það var í síðasta skipti sem ég sá þá.“ Spurður að því hvers vegna faðir hans ákvað að halda áfram svarar Sajid: „Nepalarnir höfðu gert þetta viku áður og hann vildi gera það líka, því K2 er fjallið okkar.“ Vildi skjóta Nepölunum ref fyrir rass Nepalarnir sem um ræðir voru þeir fyrstu sem náðu á topp K2 að vetrarlagi. Sajid segir allar líkur á að faðir hans, John Snorri og Juan Pablo Mohr hafi náð toppnum en BBC spyr að því hvers vegna hann var ákveðinn í því að gera það án súrefnis. Ein kenning gengur út á að Sadpara hafi gert það þar sem hann var samningsbundinn til að fylgja John Snorra en BBC hefur eftir blaðamanninum Nisar Abbas, sem einnig er vinur Sadpara, að það sé vitleysa. Sadpara hafi hreinlega viljað feta í fótspor Nepalana og gott betur. „Hann hafði líkamsbyggingu og ávana íþróttamanns og var líka góður námsmaður. Hann féll aldrei í neinu fagi. Þar sem eldri bróður hans gekk ekki vel í skóla var faðir hans áhugasamur um að hann fengi góða menntun og það var þess vegna sem hann flutti hann til Skardu,“ segir Abbas. Annar vinur, Hamid Hussain, minnist Sadpara einnig með hlýju. „Hann var hugrakkur, þægilegur og afar vinalegur.“ Umfjöllun BBC. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um Sadpara, sem er Pakistani. Þar segir að sérfræðingar séu á einu máli um að hættan sé mest á niðurleið, þar sem eitt feilspor getur sent menn niður í djúpið dimma. Þeir sem þekkja Sadpara draga hins vegar í efa að hann myndi gera slík mistök og telja líklegra að eitthvað hafi hent samferðamenn hans. BBC hefur eftir þorpsbúum að oftar en einu sinni hafi geitur sem Sadpara var að sinna meiðst og hann borið þær niður fjallið í stað þess að aflífa þær, eins og venja er. Þrátt fyrir að meira en vika sé liðin frá því að síðast heyrðist til félaganna bíður fólk enn eftir kraftaverki. „Það var í síðasta skipti sem ég sá þá“ Sajid Sadpara, sonur Ali, segir hins vegar litlar líkur á því að mennirnir séu enn á lífi. Í samtali við BBC segir hann frá því hvernig 25 til 30 lögðu af stað á fjallið en að allir hefðu snúið við áður en komið var í 8.000 metra hæð. Þá greinir hann frá síðustu samskiptum sínum við föður sinn. „Ég kallaði að kúturinn væri lekur. Hann sagði: „Ekki hafa áhyggjur, haltu áfram að klifra, þér mun líða betur.“ En ég hafði ekki styrk til þess og ákvað að snúa við. Það var um hádegi á föstudeginum. Það var í síðasta skipti sem ég sá þá.“ Spurður að því hvers vegna faðir hans ákvað að halda áfram svarar Sajid: „Nepalarnir höfðu gert þetta viku áður og hann vildi gera það líka, því K2 er fjallið okkar.“ Vildi skjóta Nepölunum ref fyrir rass Nepalarnir sem um ræðir voru þeir fyrstu sem náðu á topp K2 að vetrarlagi. Sajid segir allar líkur á að faðir hans, John Snorri og Juan Pablo Mohr hafi náð toppnum en BBC spyr að því hvers vegna hann var ákveðinn í því að gera það án súrefnis. Ein kenning gengur út á að Sadpara hafi gert það þar sem hann var samningsbundinn til að fylgja John Snorra en BBC hefur eftir blaðamanninum Nisar Abbas, sem einnig er vinur Sadpara, að það sé vitleysa. Sadpara hafi hreinlega viljað feta í fótspor Nepalana og gott betur. „Hann hafði líkamsbyggingu og ávana íþróttamanns og var líka góður námsmaður. Hann féll aldrei í neinu fagi. Þar sem eldri bróður hans gekk ekki vel í skóla var faðir hans áhugasamur um að hann fengi góða menntun og það var þess vegna sem hann flutti hann til Skardu,“ segir Abbas. Annar vinur, Hamid Hussain, minnist Sadpara einnig með hlýju. „Hann var hugrakkur, þægilegur og afar vinalegur.“ Umfjöllun BBC.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48