Harry og Meghan rjúfa þögnina í viðtali við Opruh Winfrey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:56 Meghan og Harry sjást hér á Mountbatten-tónlistarhátíðinni í mars í fyrra en skömmu síðar losnuðu þau undan öllum sínum konunglegu skyldum. Getty/Simon Dawson Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu í næsta mánuði setjast niður með bandaríska þáttastjórnandanum Opruh Winfrey og veita sitt fyrsta viðtal eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum í mars í fyrra. Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira