„Fer út þegar ég er tilbúin líkamlega og andlega“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2021 19:00 Ólafía var hin kátasta í dag er hún ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason. vísir/sportpakkinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er barnshafandi og mun því ekki leika á neinum af stóru mótunum erlendis næsta árið. Hún er eðlilega spennt fyrir nýju hlutverki. Ólafía tilkynnti í gær að hún ætti von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski. Ólafía greindi frá tíðindunum á Instagram og skrifaði: „Hálfnuð! Við eigum von á barni í sumar. Mikil ást og spenningur.“ „Sumir í COVID keyptu sér hunda og ketti, aðrir bjuggu til börn,“ sagði Ólafía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún fer aftur út til Bandaríkjanna þegar hún er tilbúin að nýju eftir barnsburð. „Maður getur aldrei sagt neitt en auðvitað bara þegar ég er tilbúin líkamlega og andlega, þá fer ég til Ameríku og held áfram með markmiðin sem ég var með þar.“ „Ég get tekið þetta ár í pásu og svo hefurðu tvö ár eftir að barnið er fætt. Þetta hefur lítil áhrif á það. Þú færð frelsi til þess að velja hvenær þú vilt koma aftur.“ En hvernig verður þetta ár hjá Ólafíu golflega séð? „Ég er að kenna í básum og verð að gera það fram að júlí. Sjálf verð ég að spila eins lengi og ég get,“ sagði Ólafía brosandi. Ólafía er fyrsti Íslendingurinn sem komst á LPGA-mótaröðina í golfi. Hún keppti á 26 mótum á LPGA og besti árangur hennar var 4. sæti á Indy Women in Tech Championship. Ólafía hefur keppt á sjö risamótum á ferlinum og hefur hæst komist í 172. sæti heimslistans í golfi. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í golfi í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni 2018. Ólafía var valin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2017. Klippa: Sportpakkinn - Ólafía Þórunn Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn barnshafandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur á von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski. 17. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía tilkynnti í gær að hún ætti von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski. Ólafía greindi frá tíðindunum á Instagram og skrifaði: „Hálfnuð! Við eigum von á barni í sumar. Mikil ást og spenningur.“ „Sumir í COVID keyptu sér hunda og ketti, aðrir bjuggu til börn,“ sagði Ólafía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún fer aftur út til Bandaríkjanna þegar hún er tilbúin að nýju eftir barnsburð. „Maður getur aldrei sagt neitt en auðvitað bara þegar ég er tilbúin líkamlega og andlega, þá fer ég til Ameríku og held áfram með markmiðin sem ég var með þar.“ „Ég get tekið þetta ár í pásu og svo hefurðu tvö ár eftir að barnið er fætt. Þetta hefur lítil áhrif á það. Þú færð frelsi til þess að velja hvenær þú vilt koma aftur.“ En hvernig verður þetta ár hjá Ólafíu golflega séð? „Ég er að kenna í básum og verð að gera það fram að júlí. Sjálf verð ég að spila eins lengi og ég get,“ sagði Ólafía brosandi. Ólafía er fyrsti Íslendingurinn sem komst á LPGA-mótaröðina í golfi. Hún keppti á 26 mótum á LPGA og besti árangur hennar var 4. sæti á Indy Women in Tech Championship. Ólafía hefur keppt á sjö risamótum á ferlinum og hefur hæst komist í 172. sæti heimslistans í golfi. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í golfi í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni 2018. Ólafía var valin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2017. Klippa: Sportpakkinn - Ólafía Þórunn
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn barnshafandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur á von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski. 17. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn barnshafandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur á von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski. 17. febrúar 2021 10:01