Teatime í þrot og öllum sagt upp Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2021 12:53 Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Þorkell Þorkelsson Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. Þetta staðfestir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnanda Teatime, í samtali við Vísi og segir að tekjur af spurningaleiknum Trivia Royale hafi ekki dugað til að halda rekstrinum gangandi. Leikurinn haldi þó áfram að skapa tekjur, sem hafi í heildina hlaupið á hundruðum milljóna króna, og til greina komi að selja hann til nýrra aðila. „Það er svo stutt á milli sigra og ósigra í þessum heimi, við vorum á lokametrunum með að klára mjög stóra samninga í kringum þetta og það síðan gjörbreytti öllu þegar það gekk ekki upp.“ Voru stórhuga og vildu breyta því hvernig fólk spilaði leiki „Ég hef nú farið í ýmsa rússíbana í gegnum minn feril og þetta er einn af þeim en við þurfum því miður að segja upp fólki,“ segir Þorsteinn sem var einnig meðal stofnenda sprotafyrirtækisins Plain Vanilla. Starfsemi þess var hætt í lok árs 2016 en það sérhæfði sig einnig í að þróa leiki fyrir snjalltæki. Auk þess að framleiða Trivia Royale og fleiri leiki þróaði Teatime tækni sem átti að gera fólki kleift að vera í beinum samskiptum þegar það spilaði, til að mynda með því að sjá viðbrögð mótspilara sinna í rauntíma. Þorsteinn hafði áður sagt að þróun þessarar tækni væri aðalverkefni fyrirtækisins sem hygðist selja aðgang að henni til annarra leikjaframleiðanda. Söfnuðu milljarði á innan við tólf mánuðum Teatime var stofnað árið 2017 og var einna helst fjármagnað af erlendum áhættufjárfestingasjóðum sem bera því megin þungann af fjárhagslegu tapi félagsins. Fyrirtækinu tókst að safna milljarði króna frá fjárfestum á stofnári sínu og lét ekki þar við sitja. „Þetta er að koma rosa miklu fjármagni að utan til að byggja upp ákveðinn tæknitalent á Íslandi sem ég er alveg viss um að muni búa til enn þá meiri verðmæti fyrir Ísland þegar fram líða stundir,“ segir Þorsteinn og vísar þar bæði til Plain Vanilla og Teatime. Í báðum tilfellum hafi fyrirtækjunum tekist að framleiða vel heppnaða spurningaleiki sem náðu miklum alþjóðlegum vinsældum en að erfitt hafi reynst að ná inn nægjum tekjum til að standa undir rekstrinum. Teatime gaf út flaggskipið Trivia Royale síðasta sumar og var leikurinn efstur á vinsældalista App Store í Bandaríkjunum yfir ókeypis leiki um mitt ár í fyrra. Að sögn Þorsteins var leikurinn með um tíu milljónir notenda þegar mest lét. Hann bætir við að Trivia Royale hafi skapað mun meiri tekjur en QuizUp, helsta afurð Plain Vanilla, en þær hafi þó ekki dugað til að viðhalda áframhaldandi þróun á leikjum fyrirtækisins og áðurnefndri tækni. Tekjur Trivia Royale hafi verið undir áætlunum stjórnenda og því verið reynt að sækja aukið fjármagn, án árangurs. Ætlar aftur upp á hestinn „Það að eyða tíma í þetta og upplifa bæði þessar hæðir og lægðir í þessum rússibana er aldrei tapaður tími því maður lærir svo mikið á því og það er reynslan sem maður tekur með sér í næsta ævintýri. Það eru svona stundir sem byggja alla þá sem að því koma sem karaktera og ég hlakka til að sjá bæði hvað er næst hjá mér og fólkinu sem hefur fengið þá reynslu að vinna á þessum markaði,“ segir Þorsteinn. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvað hann taki sér fyrir hendur næst. Til standi að reyna að ná sér niður eftir hamagang síðustu mánaða og hugsa vel sín næstu skref. Sérðu fyrir þér að stofna annað sprotafyrirtæki? Er þetta eitthvað sem þú myndir reyna aftur eftir þína reynslu? „Alveg eitt hundrað prósent. Þetta er það skemmtilegasta og erfiðasta sem maður getur gert og eins og ég hef oft sagt þá er þetta ferðalag, það er öldugangur og það eru sigrar og ósigrar en maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þetta er svona ákveðið líf sem maður velur sér og það hefur sína kosti og ókosti.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Leikjavísir Gjaldþrot Vinnumarkaður Nýsköpun Tengdar fréttir Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Fyrsti leikurinn kominn út hjá Teatime Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur gefið út sinn fyrsta snjallsímaleik en hann ber nafnið Hyperspeed. 22. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Þetta staðfestir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnanda Teatime, í samtali við Vísi og segir að tekjur af spurningaleiknum Trivia Royale hafi ekki dugað til að halda rekstrinum gangandi. Leikurinn haldi þó áfram að skapa tekjur, sem hafi í heildina hlaupið á hundruðum milljóna króna, og til greina komi að selja hann til nýrra aðila. „Það er svo stutt á milli sigra og ósigra í þessum heimi, við vorum á lokametrunum með að klára mjög stóra samninga í kringum þetta og það síðan gjörbreytti öllu þegar það gekk ekki upp.“ Voru stórhuga og vildu breyta því hvernig fólk spilaði leiki „Ég hef nú farið í ýmsa rússíbana í gegnum minn feril og þetta er einn af þeim en við þurfum því miður að segja upp fólki,“ segir Þorsteinn sem var einnig meðal stofnenda sprotafyrirtækisins Plain Vanilla. Starfsemi þess var hætt í lok árs 2016 en það sérhæfði sig einnig í að þróa leiki fyrir snjalltæki. Auk þess að framleiða Trivia Royale og fleiri leiki þróaði Teatime tækni sem átti að gera fólki kleift að vera í beinum samskiptum þegar það spilaði, til að mynda með því að sjá viðbrögð mótspilara sinna í rauntíma. Þorsteinn hafði áður sagt að þróun þessarar tækni væri aðalverkefni fyrirtækisins sem hygðist selja aðgang að henni til annarra leikjaframleiðanda. Söfnuðu milljarði á innan við tólf mánuðum Teatime var stofnað árið 2017 og var einna helst fjármagnað af erlendum áhættufjárfestingasjóðum sem bera því megin þungann af fjárhagslegu tapi félagsins. Fyrirtækinu tókst að safna milljarði króna frá fjárfestum á stofnári sínu og lét ekki þar við sitja. „Þetta er að koma rosa miklu fjármagni að utan til að byggja upp ákveðinn tæknitalent á Íslandi sem ég er alveg viss um að muni búa til enn þá meiri verðmæti fyrir Ísland þegar fram líða stundir,“ segir Þorsteinn og vísar þar bæði til Plain Vanilla og Teatime. Í báðum tilfellum hafi fyrirtækjunum tekist að framleiða vel heppnaða spurningaleiki sem náðu miklum alþjóðlegum vinsældum en að erfitt hafi reynst að ná inn nægjum tekjum til að standa undir rekstrinum. Teatime gaf út flaggskipið Trivia Royale síðasta sumar og var leikurinn efstur á vinsældalista App Store í Bandaríkjunum yfir ókeypis leiki um mitt ár í fyrra. Að sögn Þorsteins var leikurinn með um tíu milljónir notenda þegar mest lét. Hann bætir við að Trivia Royale hafi skapað mun meiri tekjur en QuizUp, helsta afurð Plain Vanilla, en þær hafi þó ekki dugað til að viðhalda áframhaldandi þróun á leikjum fyrirtækisins og áðurnefndri tækni. Tekjur Trivia Royale hafi verið undir áætlunum stjórnenda og því verið reynt að sækja aukið fjármagn, án árangurs. Ætlar aftur upp á hestinn „Það að eyða tíma í þetta og upplifa bæði þessar hæðir og lægðir í þessum rússibana er aldrei tapaður tími því maður lærir svo mikið á því og það er reynslan sem maður tekur með sér í næsta ævintýri. Það eru svona stundir sem byggja alla þá sem að því koma sem karaktera og ég hlakka til að sjá bæði hvað er næst hjá mér og fólkinu sem hefur fengið þá reynslu að vinna á þessum markaði,“ segir Þorsteinn. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvað hann taki sér fyrir hendur næst. Til standi að reyna að ná sér niður eftir hamagang síðustu mánaða og hugsa vel sín næstu skref. Sérðu fyrir þér að stofna annað sprotafyrirtæki? Er þetta eitthvað sem þú myndir reyna aftur eftir þína reynslu? „Alveg eitt hundrað prósent. Þetta er það skemmtilegasta og erfiðasta sem maður getur gert og eins og ég hef oft sagt þá er þetta ferðalag, það er öldugangur og það eru sigrar og ósigrar en maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þetta er svona ákveðið líf sem maður velur sér og það hefur sína kosti og ókosti.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikjavísir Gjaldþrot Vinnumarkaður Nýsköpun Tengdar fréttir Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Fyrsti leikurinn kominn út hjá Teatime Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur gefið út sinn fyrsta snjallsímaleik en hann ber nafnið Hyperspeed. 22. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45
Fyrsti leikurinn kominn út hjá Teatime Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur gefið út sinn fyrsta snjallsímaleik en hann ber nafnið Hyperspeed. 22. febrúar 2019 15:30