Gummi Ben: Hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra sem styðja Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2021 13:32 Það getur tekið á taugarnar að halda með Arsenal. getty/Shaun Botterill Guðmundur Benediktsson segist ekki vera viss á hvaða leið Arsenal sé, réttri eða rangri. Hann var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi meðal annars um Skytturnar. Arsenal mætir Benfica í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:55 í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1-1 og Arsenal er því í góðri stöðu með útivallarmark. Gummi Ben segir erfitt að leggja mat á lið Arsenal sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vorkennir aðallega stuðningsmönnum félagsins. „Ég þekki þónokkuð marga sem styðja Arsenal og ég hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra. Aðrar eins sveiflur hef ég ekki séð hjá vinum mínum. Það fer eftir því hvaða dagur er,“ sagði Gummi. „Staða Arsenal í deildinni segir að liðið er ekki á réttum stað miðað við það hvar það á að vera.“ Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal í rúmt ár en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf á ferlinum. „Þetta tekur bara tíma. Þú verður bara góður þjálfari með því að fá reynslu. Maður spyr sig líka hvort Arsenal sé rétta félagið fyrir þjálfara að fá reynslu eins og Arteta. Hann á klárlega margt ólært eins og allir ungir stjórar,“ sagði Gummi sem á erfitt með að svara því hvort Skytturnar séu á réttri leið. „Ég veit það ekki. Sama hvaða leið Arsenal er á, þá á Arsenal alltaf að vera að berjast í topp fjórum. Arsenal er þannig félag.“ Leikur Arsenal og Benfica hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Arsenal mætir Benfica í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:55 í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1-1 og Arsenal er því í góðri stöðu með útivallarmark. Gummi Ben segir erfitt að leggja mat á lið Arsenal sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vorkennir aðallega stuðningsmönnum félagsins. „Ég þekki þónokkuð marga sem styðja Arsenal og ég hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra. Aðrar eins sveiflur hef ég ekki séð hjá vinum mínum. Það fer eftir því hvaða dagur er,“ sagði Gummi. „Staða Arsenal í deildinni segir að liðið er ekki á réttum stað miðað við það hvar það á að vera.“ Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal í rúmt ár en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf á ferlinum. „Þetta tekur bara tíma. Þú verður bara góður þjálfari með því að fá reynslu. Maður spyr sig líka hvort Arsenal sé rétta félagið fyrir þjálfara að fá reynslu eins og Arteta. Hann á klárlega margt ólært eins og allir ungir stjórar,“ sagði Gummi sem á erfitt með að svara því hvort Skytturnar séu á réttri leið. „Ég veit það ekki. Sama hvaða leið Arsenal er á, þá á Arsenal alltaf að vera að berjast í topp fjórum. Arsenal er þannig félag.“ Leikur Arsenal og Benfica hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira