Tveir efstir eftir fyrsta hring á nýja vellinum Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2021 08:00 Webb Simpson rýnir í flötina á mótinu í Flórída. Getty/Ben Jared Webb Simpson og Matthew Pitzpatrick eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á fyrsta heimsmóti ársins í golfi, World Golf Championship, í Flórída. Simpson fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og lauk hringnum á -6 höggum rétt eins og Fitzpatrick. Sergio Garcia, Brooks Koepka, Billy Horschel og Kevin Kisner eru rétt á eftir, á -5 höggum. Danie Van Tonder lék á +4 höggum en átti tvímælalaust högg dagsins sem sjá má hér að neðan: Slam DUNK. Shot of the day from Danie van Tonder. pic.twitter.com/gVBfX0Mbmd— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy er í 13.-18. sæti á -3 höggum eftir að hafa fengið þrjá skolla á The Concession vellinum. Þangað var mótið fært frá Mexíkó vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er á vellinum á PGA-mótaröðinni. „Það er þannig með alla nýja velli að menn þurfa að venjast aðstæðum og í hvaða átt teighöggin eiga að liggja. Ég held að við séum allir að læra aðeins á völlinn á meðan að við spilum,“ sagði McIlroy og bætti við að menn þyrftu mest að læra á flatirnar. Patrick Cantlay, sem er stigahæstur í FedEx-bikarnum sem stendur, varð að hætta við keppni rétt fyrir mótið vegna magakveisu og vökvataps. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Simpson fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og lauk hringnum á -6 höggum rétt eins og Fitzpatrick. Sergio Garcia, Brooks Koepka, Billy Horschel og Kevin Kisner eru rétt á eftir, á -5 höggum. Danie Van Tonder lék á +4 höggum en átti tvímælalaust högg dagsins sem sjá má hér að neðan: Slam DUNK. Shot of the day from Danie van Tonder. pic.twitter.com/gVBfX0Mbmd— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy er í 13.-18. sæti á -3 höggum eftir að hafa fengið þrjá skolla á The Concession vellinum. Þangað var mótið fært frá Mexíkó vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er á vellinum á PGA-mótaröðinni. „Það er þannig með alla nýja velli að menn þurfa að venjast aðstæðum og í hvaða átt teighöggin eiga að liggja. Ég held að við séum allir að læra aðeins á völlinn á meðan að við spilum,“ sagði McIlroy og bætti við að menn þyrftu mest að læra á flatirnar. Patrick Cantlay, sem er stigahæstur í FedEx-bikarnum sem stendur, varð að hætta við keppni rétt fyrir mótið vegna magakveisu og vökvataps. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira