Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2021 19:59 Þór vann góðan sigur í kvöld. vísir/huldamargrét Þór Þorlákshöfn vann í kvöld nauman sigur gegn Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni, lokatölur 91-89. Heimamenn leiddu með 10-15 stigum nánast allan leikinn, en gestirnir hleyptu spennu í leikinn á lokakaflanum. Á endanum lönduðu Þórsarar þó naumum sigri og tilla sér upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar, allavega tímabundið. Það voru Njarðvíkingar sem að byrjuðu leikinn betur í kvöld. Heimamenn virtust taugaóstyrkir í sóknarleik sínum og gestirnir nýttu sér það. Það leið þó ekki á löngu þar til heimamenn fundu taktinn, en þegar lítið var eftir af leikhlutanum settu þeir þrjá þrista í röð og þrátt fyrir að húsið sé langt frá því að vera fullt af áhorfendum þá ætlaði þakið að rifna af. Þessi góði kafli heimamanna skilaði þeim fjögurra stiga forystu þegar leikhlutinn var flautaður af. Þórsarar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Sóknarleikur þeirra skilaði þeim nokkrum auðveldum skotum og Njarðvíkingar virtust hafa fá svör. Mestur var munurinn 13 stig í öðrum leikhluta, en gestirnir fundu taktinn aftur sóknarlega og náðu hægt og bítandi að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af hálfleiknum fóru heimamenn í sókn sem þeir nýttu ekki. Njarðvíkingar fóru fram og Rodney Glasgow Jr. Setti niður þrist í þann mund sem flautað var til hálfleiks. Dómarar leiksins mátu það svo að skotið hafi komið of seint, við litla hrifningu Njarðvíkinga. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var því 44-37, heimamönnum í vil. Þriðji leikhluti bauð svo upp á meira af því sama. Þórsarar juku muninn aftur í 13 stig en Njarðvíkingar náðu alltaf að saxa á forskotið aftur. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, og var þriðji leikhluti engin undantekning. Þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn 12 stig, 73-61 fyrir heimamönnum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í lokaleikhlutanum og það virtist sem Þórsarar ætluðu að klára þetta nokkuð þægilega. Þegar um fjórar mínútur voru eftir kom upp skrítið atvik þar sem að staðan á leikklukkunni var kolröng. Þetta skapaði mikla ringulreið meðal leikmanna og þjálfara, sérstaklega þjálfarateymis Njarðvíkur, en þeir voru mjög ósáttir. Þetta komst þó allt í lag á endanum og leikurinn hélt áfram. Þegar rétt rúm hálf mínúta var eftir setti Logi Gunnarsson niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig og leikurinn allt í einu galopinn. Njarðvíkingar komust þó ekki nær og Þórsarar fara sáttir með tvö stig heim. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þórsarar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. Þeir héldu 10-15 stiga forskoti stóran hluta leiksins, en náðu þó aldrei að hrista gestina almennilega af sér. Lokaáhlaup Njarðvíkinga kom líklega aðeins of seint til að þeir hefðu getað stolið sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Styrmir Snær Þrastarson átti flottan leik í liði heimamanna. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst og spilaði heilt yfir vel. Larry Thomas var þó stigahæstur í liði heimamanna með 20 stig. Í liði gestanna var það Antonio Hester sem var atkvæðamestur með 19 stig. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að brúa bilið og jafna leikinn. Þeir fengu nokkur tækifæri til þess að koma þessu niður í tveggja stiga leik, en köstuðu þeim tækifærum frá sér. Að sama skapi gekk Þórsurum illa að hrista Njarðvíkingana af sér, en þeir fengu einnig nokkur tækifæri til þess að gera út um leikinn. Hvað gerist næst? Þórsarar heimsækja botnlið Hauka á föstudaginn. Þór hefur verið á mikilli siglingu og þetta er leikur sem þeir eiga að vinna. Njarðvíkingar fá KR í heimsókn á fimmtudaginn. Njarðvík hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og það verður verðugt verkefni fyrir þá að fá strákana úr Vesturbænum í heimsókn. Einar Árni Jóhannsson: Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er Einar Árni Jóhannsson var, eins og gefur að skilja, virkilega svekktur eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Lokatölur 91-89, en heimamenn höfðu leitt með 10-15 stigum nánast allan leikinn. „Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Bið hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“ Lárus Jónsson: Hvorugt liðið var að spila frábæran körfubolta „Við náðum ekkert að hrista Njarðvík af okkur og ég bara vissi að þetta yrði jafn leikur í lokinn,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með marga góða leikmenn eins og Kyle og Loga sem geta sett góð skot og þeir gerðu það. Ég er bara rosalega ánægður að hafa sigrað þennan leik, þetta var svona baráttuleikur. Hvorugt liðið var að spila frábæran körfubolta en við vorum kannski aðeins með yfirhöndina. Njarðvík náði bara alltaf að komast með baráttu inn í leikinn.“ Þrátt fyrir að hafa haft gott forskot nánast allan leikinn vantaði eitthvað upp á hjá Þórsurum til að hrista Njarðvíkingana af sér. „Ég veit ekki hvað þeir skora mikið eftir að við töpum boltanum. Við til dæmis gáfum boltann einu sinni þegar við vorum að taka boltann inn. Þeir voru með 10 stig bara í fyrri hálfleik þegar að við töpum boltanum. Mér fannst okkar klaufagangur halda Njarðvík inni í leiknum.“ Þórsarar eru nú allavega tímabundið á toppi deildarinnar ásamt Keflavík en Lárus vildi ekki velta því of mikið fyrir sér. „Við fögnum þessum leik bara í kvöld og svo er bara recovery á morgun og þá byrjum við að undirbúa okkur fyrir Hauka sem er næsti leikur.“ Áhorfendur mættu aftur í Icelandic Glacial Höllina, og Lárus var virkilega ánægður að sjá fólk aftur á pöllunum. „Þetta er bara geggjað. Þetta er þvílíkur munur og bara gaman þegar menn eru að leggja sig fram í vörninni og það eru trommur og læti. Menn heyra það á trommunum að skottklukkan er að renna út og það verður aðeins meira stress í sókninni. Þetta gefur þessu bara allt aðra vídd og er bara miklu, miklu skemmtilegra.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík
Þór Þorlákshöfn vann í kvöld nauman sigur gegn Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni, lokatölur 91-89. Heimamenn leiddu með 10-15 stigum nánast allan leikinn, en gestirnir hleyptu spennu í leikinn á lokakaflanum. Á endanum lönduðu Þórsarar þó naumum sigri og tilla sér upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar, allavega tímabundið. Það voru Njarðvíkingar sem að byrjuðu leikinn betur í kvöld. Heimamenn virtust taugaóstyrkir í sóknarleik sínum og gestirnir nýttu sér það. Það leið þó ekki á löngu þar til heimamenn fundu taktinn, en þegar lítið var eftir af leikhlutanum settu þeir þrjá þrista í röð og þrátt fyrir að húsið sé langt frá því að vera fullt af áhorfendum þá ætlaði þakið að rifna af. Þessi góði kafli heimamanna skilaði þeim fjögurra stiga forystu þegar leikhlutinn var flautaður af. Þórsarar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Sóknarleikur þeirra skilaði þeim nokkrum auðveldum skotum og Njarðvíkingar virtust hafa fá svör. Mestur var munurinn 13 stig í öðrum leikhluta, en gestirnir fundu taktinn aftur sóknarlega og náðu hægt og bítandi að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af hálfleiknum fóru heimamenn í sókn sem þeir nýttu ekki. Njarðvíkingar fóru fram og Rodney Glasgow Jr. Setti niður þrist í þann mund sem flautað var til hálfleiks. Dómarar leiksins mátu það svo að skotið hafi komið of seint, við litla hrifningu Njarðvíkinga. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var því 44-37, heimamönnum í vil. Þriðji leikhluti bauð svo upp á meira af því sama. Þórsarar juku muninn aftur í 13 stig en Njarðvíkingar náðu alltaf að saxa á forskotið aftur. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, og var þriðji leikhluti engin undantekning. Þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn 12 stig, 73-61 fyrir heimamönnum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í lokaleikhlutanum og það virtist sem Þórsarar ætluðu að klára þetta nokkuð þægilega. Þegar um fjórar mínútur voru eftir kom upp skrítið atvik þar sem að staðan á leikklukkunni var kolröng. Þetta skapaði mikla ringulreið meðal leikmanna og þjálfara, sérstaklega þjálfarateymis Njarðvíkur, en þeir voru mjög ósáttir. Þetta komst þó allt í lag á endanum og leikurinn hélt áfram. Þegar rétt rúm hálf mínúta var eftir setti Logi Gunnarsson niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig og leikurinn allt í einu galopinn. Njarðvíkingar komust þó ekki nær og Þórsarar fara sáttir með tvö stig heim. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þórsarar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. Þeir héldu 10-15 stiga forskoti stóran hluta leiksins, en náðu þó aldrei að hrista gestina almennilega af sér. Lokaáhlaup Njarðvíkinga kom líklega aðeins of seint til að þeir hefðu getað stolið sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Styrmir Snær Þrastarson átti flottan leik í liði heimamanna. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst og spilaði heilt yfir vel. Larry Thomas var þó stigahæstur í liði heimamanna með 20 stig. Í liði gestanna var það Antonio Hester sem var atkvæðamestur með 19 stig. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að brúa bilið og jafna leikinn. Þeir fengu nokkur tækifæri til þess að koma þessu niður í tveggja stiga leik, en köstuðu þeim tækifærum frá sér. Að sama skapi gekk Þórsurum illa að hrista Njarðvíkingana af sér, en þeir fengu einnig nokkur tækifæri til þess að gera út um leikinn. Hvað gerist næst? Þórsarar heimsækja botnlið Hauka á föstudaginn. Þór hefur verið á mikilli siglingu og þetta er leikur sem þeir eiga að vinna. Njarðvíkingar fá KR í heimsókn á fimmtudaginn. Njarðvík hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og það verður verðugt verkefni fyrir þá að fá strákana úr Vesturbænum í heimsókn. Einar Árni Jóhannsson: Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er Einar Árni Jóhannsson var, eins og gefur að skilja, virkilega svekktur eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Lokatölur 91-89, en heimamenn höfðu leitt með 10-15 stigum nánast allan leikinn. „Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Bið hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“ Lárus Jónsson: Hvorugt liðið var að spila frábæran körfubolta „Við náðum ekkert að hrista Njarðvík af okkur og ég bara vissi að þetta yrði jafn leikur í lokinn,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með marga góða leikmenn eins og Kyle og Loga sem geta sett góð skot og þeir gerðu það. Ég er bara rosalega ánægður að hafa sigrað þennan leik, þetta var svona baráttuleikur. Hvorugt liðið var að spila frábæran körfubolta en við vorum kannski aðeins með yfirhöndina. Njarðvík náði bara alltaf að komast með baráttu inn í leikinn.“ Þrátt fyrir að hafa haft gott forskot nánast allan leikinn vantaði eitthvað upp á hjá Þórsurum til að hrista Njarðvíkingana af sér. „Ég veit ekki hvað þeir skora mikið eftir að við töpum boltanum. Við til dæmis gáfum boltann einu sinni þegar við vorum að taka boltann inn. Þeir voru með 10 stig bara í fyrri hálfleik þegar að við töpum boltanum. Mér fannst okkar klaufagangur halda Njarðvík inni í leiknum.“ Þórsarar eru nú allavega tímabundið á toppi deildarinnar ásamt Keflavík en Lárus vildi ekki velta því of mikið fyrir sér. „Við fögnum þessum leik bara í kvöld og svo er bara recovery á morgun og þá byrjum við að undirbúa okkur fyrir Hauka sem er næsti leikur.“ Áhorfendur mættu aftur í Icelandic Glacial Höllina, og Lárus var virkilega ánægður að sjá fólk aftur á pöllunum. „Þetta er bara geggjað. Þetta er þvílíkur munur og bara gaman þegar menn eru að leggja sig fram í vörninni og það eru trommur og læti. Menn heyra það á trommunum að skottklukkan er að renna út og það verður aðeins meira stress í sókninni. Þetta gefur þessu bara allt aðra vídd og er bara miklu, miklu skemmtilegra.“
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu