Boris gerir meira en bara að senda frá sér stuðningsyfirlýsingu því bresk stjórnvöld eru búin að lofa 2,8 milljónum punda í verkefnið í nýjasta fjárlagafrumvarpi sínu.
Knattspyrnusambönd Englands, Wales, Skotlands, Norður-Írlands og Írlands fagna skuldbindingu bresku ríkisstjórnarinnar.
NEWS | Prime Minister Boris Johnson has said England is ready to host more Euro 2020 games and he is "very, very keen" for the nation to host the World Cup in 2030.https://t.co/2RFPDTXwOK
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 1, 2021
„Við erum mjög, mjög spennt fyrir því að fá fótboltann heim árið 2030,“ sagði Boris Johnson í viðtali sem BBC hefur eftir Sun. The Athletic fjallar líka um málið.
„Ég held að þetta sé rétti tíminn og þetta yrði algjörlega yndislegt fyrir þjóðina,“ sagði Boris.
48 þjóðir verða í fyrsta sinn á HM þegar Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda keppnina árið 2026. Árið 2030 verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni í fótbolta.
The UK government have promised to give their backing to the joint bid by the four UK nations and the FAI to co-host the 2030 World Cup finals.https://t.co/GJHIdDJrBL
— Independent Sport (@IndoSport) March 2, 2021
Sameiginlegt framboð frá Síle, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ er líklegt sem og sameiginlegt framboð frá Spáni, Portúgal og Marokkó. Úrúgvæ hélt fyrstu heimsmeistarakeppnina árið 1930.
Boris Johnson talaði einnig um að Bretar væri tilbúnir að taka við fleiri leikjum á Evrópumótinu í sumar en EM átti að fara fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu. Kórónuveiran gæti breytt þeim áætlunum og hefur England verið nefnt sem góður kostur til að halda alla keppnina á einum stað. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley.
Boris Johnson backs joint 2030 World Cup bid from England, Scotland, Wales, Northern Ireland and Republic of Ireland | @Tom_Morgs https://t.co/33mA93amA4
— Telegraph Football (@TeleFootball) March 1, 2021