Þeir okkar sem fara á EM verða hundrað prósent tilbúnir Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2021 15:42 Íslensku strákarnir fagna sigurmarkinu gegn Írum í nóvember sem skilaði þeim á endanum í lokakeppni EM. Getty/Harry Murphy Það skýrist væntanlega í næstu viku hverjir verða fulltrúar Íslands þegar U21-landsliðið í fótbolta fer í lokakeppni EM í aðeins annað sinn í sögunni. Alfons Sampsted segir liðið hiklaust eiga að stefna á að komast upp úr sínum riðli. Alfons hefur leikið 30 leiki fyrir U21-landsliðið og átti sinn þátt í að koma liðinu upp úr erfiðum undanriðli í fyrra. Þó að hann sé að verða 23 ára er hann, líkt og allir sem fæddir eru 1998 og síðar, gjaldgengur í U21-hópinn sem Davíð Snorri Jónasson tilkynnir á næstunni. Davíð Snorri er nýr þjálfari U21-liðsins og tók við af Arnari Þór Viðarssyni sem nú stýrir A-landsliðinu. Vel gæti farið svo að Arnar velji Alfons og fleiri úr U21-liðinu í fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fara fram á sama tíma og U21-liðið spilar á EM dagana 25.-31. mars. Alfons segir báða kosti ótrúlega skemmtilega og vill helst ekki gera upp á milli þeirra. Aðspurður hvort félagar hans úr U21-hópnum, sem tekist hefur að afreka það sama og gullkynslóð íslensks fótbolta gerði fyrir áratug síðan, séu ekki duglegir að senda skilaboð og þrýsta á hann að koma til Ungverjalands á EM, segir Alfons: „Jú, jú. Við erum allir í bandi og það er mjög góð heild í þessum hópi. Það vilja náttúrulega allir að sem flestir hinna séu með. En ég veit bara að þeir okkar sem fara til Ungverjalands verða allir 100 prósent klárir, sama úr hvaða átt þeir koma. Þetta er EM og það verða allir tilbúnir,“ segir Alfons. Alfons Sampsted Alfons er 22 ára gamall, hægri bakvörður hjá norska meistaraliðinu Bodö/Glimt. Hann varð meistari á fyrsta ári með liðinu eftir að hafa leikið í Svíþjóð árin á undan, og með Breiðabliki. Alfons er uppalinn Bliki og á að baki 25 leiki í efstu deild. Alfons er leikjahæsti leikmaður í sögu U21-landsliðsins með 30 leiki. Hann hefur leikið tvo vináttulandsleiki með A-landsliðinu. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi á EM. Leikið er í Györ í Ungverjalandi og komast tvö efstu liðin áfram á seinna stig lokakeppninnar; í átta liða útsláttarkeppnina í júní. „Við kepptum við Danmörku fyrir tveimur árum svo við þekkjum það lið aðeins, og fleiri leikmenn úr hinum liðunum. Það á eftir að fara betur yfir þetta en mér finnst möguleikinn bara góður [á að komast upp úr riðlinum],“ segir Alfons. Alfons gæti farið í annað þessara verkefna: EM U21 í Ungverjalandi: 25. mars: Rússland – Ísland 28. mars: Danmörk – Ísland 31. mars: Frakkland – Ísland A-landsliðið í undankeppni HM: 25. mars: Þýskaland – Ísland 28. mars: Armenía – Ísland 31. mars: Liechtenstein – Ísland Ísland skildi meðal annars eftir lið Írlands og Svíþjóðar í baráttunni um að komast á EM. „Mér fannst við sýna það í öllum leikjum í undankeppninni, fyrir utan tapið gegn Svíum úti þar sem við vorum svolítið barnalegir, að við getum náð í úrslit gegn hverjum sem er. Við getum spilað þéttan varnarleik og refsað þegar tækifæri gefst. Það er ekkert sem segir mér að við eigum ekki séns á að fara áfram og við eigum bara að fara þarna inn með gott sjálfstraust og væntingar um að komast áfram,“ segir Alfons. U21-landsliðið er vissulega í svolítið sérstakri stöðu því eftir að hafa komist áfram á EM, með nokkuð dramatískum hætti í nóvember, urðu þjálfaraskipti hjá liðinu eins og fyrr segir: „Ég er búinn að spjalla við Davíð og hann lítur út fyrir að vera flottur arftaki. Eins og hann hefur sagt sjálfur ætlar hann að byggja upp á því sem hefur verið gert hingað til enda fær hann mjög stuttan tíma. Mér finnst hann lofa mjög góðu,“ segir Alfons. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Alfons og félagar kláruðu tímabilið með glæsibrag - Valdimar og Ari lausir við falldrauginn Alfons Sampsted og félagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Bodo/Glimt voru langbestir í Noregi á leiktíðinni sem nú er að ljúka. 19. desember 2020 19:17 „Að sjálfsögðu er stóra markmiðið að komast í A-landsliðið“ Leikjahæsti leikmaður í sögu U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta karla setur stefnuna á A-landsliðið. 25. nóvember 2020 16:00 Stuðningsmenn Bodø/Glimt mæta með risastóra gula tannbursta á leiki Íslendingurinn í liði Bodø/Glimt segist ekki vita mikið um þá hefð stuðningsmanna liðsins að mæta með risastóra gula tannbursta á leiki þess. 24. nóvember 2020 13:30 Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00 Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Alfons hefur leikið 30 leiki fyrir U21-landsliðið og átti sinn þátt í að koma liðinu upp úr erfiðum undanriðli í fyrra. Þó að hann sé að verða 23 ára er hann, líkt og allir sem fæddir eru 1998 og síðar, gjaldgengur í U21-hópinn sem Davíð Snorri Jónasson tilkynnir á næstunni. Davíð Snorri er nýr þjálfari U21-liðsins og tók við af Arnari Þór Viðarssyni sem nú stýrir A-landsliðinu. Vel gæti farið svo að Arnar velji Alfons og fleiri úr U21-liðinu í fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fara fram á sama tíma og U21-liðið spilar á EM dagana 25.-31. mars. Alfons segir báða kosti ótrúlega skemmtilega og vill helst ekki gera upp á milli þeirra. Aðspurður hvort félagar hans úr U21-hópnum, sem tekist hefur að afreka það sama og gullkynslóð íslensks fótbolta gerði fyrir áratug síðan, séu ekki duglegir að senda skilaboð og þrýsta á hann að koma til Ungverjalands á EM, segir Alfons: „Jú, jú. Við erum allir í bandi og það er mjög góð heild í þessum hópi. Það vilja náttúrulega allir að sem flestir hinna séu með. En ég veit bara að þeir okkar sem fara til Ungverjalands verða allir 100 prósent klárir, sama úr hvaða átt þeir koma. Þetta er EM og það verða allir tilbúnir,“ segir Alfons. Alfons Sampsted Alfons er 22 ára gamall, hægri bakvörður hjá norska meistaraliðinu Bodö/Glimt. Hann varð meistari á fyrsta ári með liðinu eftir að hafa leikið í Svíþjóð árin á undan, og með Breiðabliki. Alfons er uppalinn Bliki og á að baki 25 leiki í efstu deild. Alfons er leikjahæsti leikmaður í sögu U21-landsliðsins með 30 leiki. Hann hefur leikið tvo vináttulandsleiki með A-landsliðinu. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi á EM. Leikið er í Györ í Ungverjalandi og komast tvö efstu liðin áfram á seinna stig lokakeppninnar; í átta liða útsláttarkeppnina í júní. „Við kepptum við Danmörku fyrir tveimur árum svo við þekkjum það lið aðeins, og fleiri leikmenn úr hinum liðunum. Það á eftir að fara betur yfir þetta en mér finnst möguleikinn bara góður [á að komast upp úr riðlinum],“ segir Alfons. Alfons gæti farið í annað þessara verkefna: EM U21 í Ungverjalandi: 25. mars: Rússland – Ísland 28. mars: Danmörk – Ísland 31. mars: Frakkland – Ísland A-landsliðið í undankeppni HM: 25. mars: Þýskaland – Ísland 28. mars: Armenía – Ísland 31. mars: Liechtenstein – Ísland Ísland skildi meðal annars eftir lið Írlands og Svíþjóðar í baráttunni um að komast á EM. „Mér fannst við sýna það í öllum leikjum í undankeppninni, fyrir utan tapið gegn Svíum úti þar sem við vorum svolítið barnalegir, að við getum náð í úrslit gegn hverjum sem er. Við getum spilað þéttan varnarleik og refsað þegar tækifæri gefst. Það er ekkert sem segir mér að við eigum ekki séns á að fara áfram og við eigum bara að fara þarna inn með gott sjálfstraust og væntingar um að komast áfram,“ segir Alfons. U21-landsliðið er vissulega í svolítið sérstakri stöðu því eftir að hafa komist áfram á EM, með nokkuð dramatískum hætti í nóvember, urðu þjálfaraskipti hjá liðinu eins og fyrr segir: „Ég er búinn að spjalla við Davíð og hann lítur út fyrir að vera flottur arftaki. Eins og hann hefur sagt sjálfur ætlar hann að byggja upp á því sem hefur verið gert hingað til enda fær hann mjög stuttan tíma. Mér finnst hann lofa mjög góðu,“ segir Alfons.
Alfons Sampsted Alfons er 22 ára gamall, hægri bakvörður hjá norska meistaraliðinu Bodö/Glimt. Hann varð meistari á fyrsta ári með liðinu eftir að hafa leikið í Svíþjóð árin á undan, og með Breiðabliki. Alfons er uppalinn Bliki og á að baki 25 leiki í efstu deild. Alfons er leikjahæsti leikmaður í sögu U21-landsliðsins með 30 leiki. Hann hefur leikið tvo vináttulandsleiki með A-landsliðinu.
Alfons gæti farið í annað þessara verkefna: EM U21 í Ungverjalandi: 25. mars: Rússland – Ísland 28. mars: Danmörk – Ísland 31. mars: Frakkland – Ísland A-landsliðið í undankeppni HM: 25. mars: Þýskaland – Ísland 28. mars: Armenía – Ísland 31. mars: Liechtenstein – Ísland
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Alfons og félagar kláruðu tímabilið með glæsibrag - Valdimar og Ari lausir við falldrauginn Alfons Sampsted og félagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Bodo/Glimt voru langbestir í Noregi á leiktíðinni sem nú er að ljúka. 19. desember 2020 19:17 „Að sjálfsögðu er stóra markmiðið að komast í A-landsliðið“ Leikjahæsti leikmaður í sögu U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta karla setur stefnuna á A-landsliðið. 25. nóvember 2020 16:00 Stuðningsmenn Bodø/Glimt mæta með risastóra gula tannbursta á leiki Íslendingurinn í liði Bodø/Glimt segist ekki vita mikið um þá hefð stuðningsmanna liðsins að mæta með risastóra gula tannbursta á leiki þess. 24. nóvember 2020 13:30 Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00 Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Alfons og félagar kláruðu tímabilið með glæsibrag - Valdimar og Ari lausir við falldrauginn Alfons Sampsted og félagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Bodo/Glimt voru langbestir í Noregi á leiktíðinni sem nú er að ljúka. 19. desember 2020 19:17
„Að sjálfsögðu er stóra markmiðið að komast í A-landsliðið“ Leikjahæsti leikmaður í sögu U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta karla setur stefnuna á A-landsliðið. 25. nóvember 2020 16:00
Stuðningsmenn Bodø/Glimt mæta með risastóra gula tannbursta á leiki Íslendingurinn í liði Bodø/Glimt segist ekki vita mikið um þá hefð stuðningsmanna liðsins að mæta með risastóra gula tannbursta á leiki þess. 24. nóvember 2020 13:30
Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00
Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01