Blóðugur dagur í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2021 21:36 Mótmælendur bera særðan liðsfélaga sinn í skjól. EPA-EFE/STRINGER Minnst 21 mótmælandi var drepinn í átökum við öryggissveitir í borginni Yangon í dag eftir að leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem herinn steypti af stóli í byrjun febrúar boðaði byltingu. Öryggissveitir skutu á mótmælendur á færi í Hlaing Tharyar hverfi í Yangon en mótmælendur beittu prikum og kutum í átökunum. Herforingjastjórnin lýsti yfir herlögum eftir að mótmælendur réðust á kínversk fyrirtæki í hverfinu. Mótmælendur trúa því að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda. Öryggissveitir hersins í Mjanmar mættu mótmælendum í átökum í Yangon í dag.EPA-EFE/STRINGER Auk þeirra sem dóu í Yangon í dag voru fleiri dauðsföll víðar um landið tilkynnt. Samtökin Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) sem fylgist grannt með málum í Mjanmar sagði í dag að minnst 38 hefðu dáið í átökum við öryggissveitir. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið frá 1. febrúar síðastliðnum þegar herinn steypti lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum af stóli. Herforingjastjórnin haft Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins og formann Lýðræðisflokksins (NLD), í haldi síðan. Margir þingmannanna, sem sátu á lýðræðislega kjörnu þingi, hafa neitað að viðurkenna lögmæti herforingjastjórnarinnar, hafa flúið land og eru nú í felum. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Mahn Win Khaing, sem var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem nú er í felum, flutti í dag sitt fyrsta ávarp eftir valdaránið. Þar hvatti hann til byltingar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíð okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagi Khaing. Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58 Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Öryggissveitir skutu á mótmælendur á færi í Hlaing Tharyar hverfi í Yangon en mótmælendur beittu prikum og kutum í átökunum. Herforingjastjórnin lýsti yfir herlögum eftir að mótmælendur réðust á kínversk fyrirtæki í hverfinu. Mótmælendur trúa því að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda. Öryggissveitir hersins í Mjanmar mættu mótmælendum í átökum í Yangon í dag.EPA-EFE/STRINGER Auk þeirra sem dóu í Yangon í dag voru fleiri dauðsföll víðar um landið tilkynnt. Samtökin Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) sem fylgist grannt með málum í Mjanmar sagði í dag að minnst 38 hefðu dáið í átökum við öryggissveitir. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið frá 1. febrúar síðastliðnum þegar herinn steypti lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum af stóli. Herforingjastjórnin haft Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins og formann Lýðræðisflokksins (NLD), í haldi síðan. Margir þingmannanna, sem sátu á lýðræðislega kjörnu þingi, hafa neitað að viðurkenna lögmæti herforingjastjórnarinnar, hafa flúið land og eru nú í felum. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Mahn Win Khaing, sem var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem nú er í felum, flutti í dag sitt fyrsta ávarp eftir valdaránið. Þar hvatti hann til byltingar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíð okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagi Khaing.
Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58 Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55
Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58
Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34