Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Jón og Hulda hafa farið í gegnum ótrúlega hluti til að fá að ættleiða barn. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári. Leitin að upprunanum Mest lesið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári.
Leitin að upprunanum Mest lesið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira