Í tilkynningu segir að Svana hafi tekið við stöðu birtingaráðgjafa fyrir innlenda miðla og Davíð sem ráðgjafi á sviði sjálfvirkra og gagnadrifinna auglýsingaherferða á stafrænum miðlum.
„Svana lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem ferðahönnuður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Air Atlanta.
Davíð hefur stýrt stafrænni vöruþróun og markaðsmálum hjá fjölda íslenskra fyrirtækja á síðustu árum. Hann starfaði t.a.m. sem forstöðumaður netdeildar Icewear og stýrði greiningardeild Móbergs auk þess að sinna markaðs- og vöruþróun hjá fyrirtækinu. Davíð lauk M.Sc. prófi í viðskipta- og vöruþróun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.