Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ökumaðurinn hafi gengist við hraðakstrinum og hann greitt sektina á staðnum.
„Þegar lögreglumenn fóru að kanna nánari deili á ökumanni og farþegum og hvenær fólkið hefði komið til landsins kom í ljós að ökumaður og einn farþegi áttu að vera í sóttkví frá 27.mars síðastliðnum,“ segir í Facebook-færslu lögreglu.
Ferðamennirnir hafi því átt eftir að klára sína sóttkví og gangast undir síðari sýnatöku. Þeir voru sektaðir um 50.000 krónur hvor fyrir brot sín.
Lögregla segir þá frá því að ferðamennirnir hafi sagst hafa farið að skoða sig um í Reynisfjöru og ekki komið nálægt öðru fólki.