Leikurinn gegn Wisla Plock var í undanúrslitum pólsku bikarkeppninnar. Dujshebaev reiddist mjög eftir að brotið var á syni hans, Daniel.
Þjálfarinn reifst og skammaðist og lét bæði dómara leiksins og eftirlitsmann heyra það. Dujshebaev fékk rautt spjald fyrir og þurfti að fá sér sæti í stúkunni. Þar hélt hann áfram mótmælum allt þar til leik lauk. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Trwa " w i t a Wojna" Ta ant Dujszebajew pokaza co znaczy gor ca krew #tvpsport
— TVP SPORT (@sport_tvppl) March 18, 2021
Mecz @kielcehandball @SPRWisla ogl dajcie tu https://t.co/2BLFL6athY pic.twitter.com/eBX0D2OjEl
Kielce vann leikinn, 29-27, en Sigvaldi skoraði þrjú mörk í honum. Haukur er enn frá vegna meiðsla.
Dujshebaev stýrir Kielce ekki gegn Tarnów í úrslitaleik bikarkeppninnar þar sem pólska handknattleikssambandið hefur dæmt hann í sex leikja bann í bikarkeppninni. Þá fékk hann hundrað þúsund króna sekt. Handbolti.is greindi frá.
Dujshebaev hefur stýrt Kielce síðan 2014 og gert liðið fimm sinnum að pólskum meisturum. Þá vann Kielce Meistaradeild Evrópu 2016.
Tveir synir Dujshebaevs leika með Kielce, áðurnefndur Daniel og eldri bróðir hans, Alex. Þeir eru báðir í spænska landsliðinu.