Bale hrósað fyrir að gefa meintum rasista olnbogaskot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 10:01 Gareth Bale sýndi rasismanum rauða spjaldið í gær, allavega með táknrænum hætti. getty/Simon Stacpoole Venjulega fá leikmenn skömm í hattinn fyrir að gefa mótherja olnbogaskot. Viðbrögð við olnbogaskoti Gareths Bale í leik Wales og Tékklands í undankeppni HM 2022 í gær voru hins vegar allt önnur. Bale kom mikið við sögu í leiknum í Cardiff í gær. Hann fékk besta færi Walesverja í fyrri hálfleik og lagði svo eina mark leiksins upp fyrir Daniel James á 82. mínútu. Stoðsendingin féll samt í skuggann af olnbogaskoti sem Bale gaf Tékkanum Ondrej Kúdela skömmu eftir að James skoraði. Kúdela hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann var sakaður um að hafa beitt Glenn Kamara kynþáttaníði í leik Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni. Fyrir leikinn hituðu leikmenn Wales upp í stuttermabolum með orðunum „sýnum rasisma rauða spjaldið.“ Bale sýndi stuðning sinn líka í verki með því að gefa Kúdela olnbogaskot sem var greinilega viljandi. Bale leit aftur fyrir sig áður en hann stökk upp og virtist alveg meðvitaður um hvar Kúdela var. pic.twitter.com/iVz3PSNhxM— Oldfirmfacts (@Oldfirmfacts1) March 30, 2021 Upphaflega átti Kúdela ekki að spila leikinn í gær. Slavia Prag vildi ekki að hann ferðaðist til Wales þar sem félagið óttaðist um öryggi hans. Það gaf hins vegar eftir á endanum og Kúdela var í byrjunarliði Tékka í gær. Hann fór af velli eftir olnbogaskotið frá Bale. Með sigrinum í gær fékk Wales sín fyrstu stig í E-riðli undankeppninnar. Walesverjar eru í 3. sæti hans með þrjú stig, einu stigi á eftir Tékkum sem hafa leikið einum leik meira. HM 2022 í Katar Wales Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30 Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Bale kom mikið við sögu í leiknum í Cardiff í gær. Hann fékk besta færi Walesverja í fyrri hálfleik og lagði svo eina mark leiksins upp fyrir Daniel James á 82. mínútu. Stoðsendingin féll samt í skuggann af olnbogaskoti sem Bale gaf Tékkanum Ondrej Kúdela skömmu eftir að James skoraði. Kúdela hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann var sakaður um að hafa beitt Glenn Kamara kynþáttaníði í leik Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni. Fyrir leikinn hituðu leikmenn Wales upp í stuttermabolum með orðunum „sýnum rasisma rauða spjaldið.“ Bale sýndi stuðning sinn líka í verki með því að gefa Kúdela olnbogaskot sem var greinilega viljandi. Bale leit aftur fyrir sig áður en hann stökk upp og virtist alveg meðvitaður um hvar Kúdela var. pic.twitter.com/iVz3PSNhxM— Oldfirmfacts (@Oldfirmfacts1) March 30, 2021 Upphaflega átti Kúdela ekki að spila leikinn í gær. Slavia Prag vildi ekki að hann ferðaðist til Wales þar sem félagið óttaðist um öryggi hans. Það gaf hins vegar eftir á endanum og Kúdela var í byrjunarliði Tékka í gær. Hann fór af velli eftir olnbogaskotið frá Bale. Með sigrinum í gær fékk Wales sín fyrstu stig í E-riðli undankeppninnar. Walesverjar eru í 3. sæti hans með þrjú stig, einu stigi á eftir Tékkum sem hafa leikið einum leik meira.
HM 2022 í Katar Wales Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30 Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35
Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30
Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00