Segir að svekkelsið sé farið að segja til sín hjá Tiger sem missir af Masters Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 15:00 Justin Thomas og Tiger Woods eru nánir vinir. Hafa þeir verið í góðu sambandi undanfarna daga. Mike Ehrmann/Getty Images Masters-mótið í golfi hefst á morgun, fimmtudag. Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu en eitt stærsta nafn golfheimsins, Tiger Woods, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bílslysi fyrr á árinu. Í nóvember á síðasta ári fór Masters-mótið loks fram eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Dustin Johnson vann mótið og klæddi Tiger Woods, sigurvegarinn frá árinu áður, hann í hinn fræga græna jakka. Johnson fær ekki tækifæri til að endurgjalda greiðann þar sem sá síðarnefndi er enn að jafna sig eftir bílslys í febrúar. Tiger er hins vegar nokkuð brattur þó svekkelsið yfir því að vera ekki með á mótinu er hægt og rólega að setjast inn. Justin Thomas stefnir á sigur á Masters en hann var í 4. sæti mótsins í nóvember. Thomas er sem stendur í öðru sæti á heimslistanum of hefur verið í góðu sambandi við Tiger enda eru þeir góðir vinir. Thomas viðurkenndi í viðtali fyrir mótið að hann muni sakna vinar síns um helgina. „Ég sakna þess hvað mest að spila æfingahringi með honum. Ég hitti hann nokkrum sinnum í síðustu viku. Hann sendi mér smáskilaboð á föstudagsmorgun þar sem hann sagði mér hversu svekktur hann væri að geta ekki spilað æfingahringina með okkur,“ sagði Thomas í viðtali við Reuters. Thomas hefur einnig boðist til að hjálpa Tiger eftir bestu getu. Hvort sem það er að passa börnin hans eða sækja mat fyrir hann. Svo sterk eru vináttuböndin. Despite Tiger Woods not being on the grounds this week, Justin Thomas hopes to channel the five-time champion on his way to a Green Jacket. #themasters https://t.co/H5YGHZrbgO— The Masters (@TheMasters) April 7, 2021 Thomas er ekki eini kylfingurinn sem saknar Tiger en Norður-Írinn Rory McIlroy hefur einnig heimsótt hann. Þar tók McIlroy eftir því að Tiger er með alla 15 verðlaunagripina sem hann hefur unnið á risamótum á ferlinum. Rory spurði í kjölfarið hvar allir hinir verðlaunagripirnir væru. „Ég veit það ekki. Mamma er með nokkra, nokkrir eru á skrifstofunni og nokkrir eru bara einhverstaðar,“ svaraði Tiger. „Það eina sem skipti hann máli voru risatitlarnir. Hann talaði um að þessar fjórar vikur skiptu öllu máli. Ef þetta var það eina sem skipti hann máli þá hafa öll hin mótin bara verið eins og venjuleg æfing,“ sagði Rory og bætti við. „Þetta var það eina sem ég gat hugsað um á leiðinni heim og svo hversu glaður ég var að það væri í lagi með hann,“ sagði McIlroy að endingu. Masters-mótið hefst á morgun, fimmtudag, og verður sýnt frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Hefst útsending klukkan 19.00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Bílslys Tigers Woods Tengdar fréttir Masters-matseðill Johnson klár Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Í nóvember á síðasta ári fór Masters-mótið loks fram eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Dustin Johnson vann mótið og klæddi Tiger Woods, sigurvegarinn frá árinu áður, hann í hinn fræga græna jakka. Johnson fær ekki tækifæri til að endurgjalda greiðann þar sem sá síðarnefndi er enn að jafna sig eftir bílslys í febrúar. Tiger er hins vegar nokkuð brattur þó svekkelsið yfir því að vera ekki með á mótinu er hægt og rólega að setjast inn. Justin Thomas stefnir á sigur á Masters en hann var í 4. sæti mótsins í nóvember. Thomas er sem stendur í öðru sæti á heimslistanum of hefur verið í góðu sambandi við Tiger enda eru þeir góðir vinir. Thomas viðurkenndi í viðtali fyrir mótið að hann muni sakna vinar síns um helgina. „Ég sakna þess hvað mest að spila æfingahringi með honum. Ég hitti hann nokkrum sinnum í síðustu viku. Hann sendi mér smáskilaboð á föstudagsmorgun þar sem hann sagði mér hversu svekktur hann væri að geta ekki spilað æfingahringina með okkur,“ sagði Thomas í viðtali við Reuters. Thomas hefur einnig boðist til að hjálpa Tiger eftir bestu getu. Hvort sem það er að passa börnin hans eða sækja mat fyrir hann. Svo sterk eru vináttuböndin. Despite Tiger Woods not being on the grounds this week, Justin Thomas hopes to channel the five-time champion on his way to a Green Jacket. #themasters https://t.co/H5YGHZrbgO— The Masters (@TheMasters) April 7, 2021 Thomas er ekki eini kylfingurinn sem saknar Tiger en Norður-Írinn Rory McIlroy hefur einnig heimsótt hann. Þar tók McIlroy eftir því að Tiger er með alla 15 verðlaunagripina sem hann hefur unnið á risamótum á ferlinum. Rory spurði í kjölfarið hvar allir hinir verðlaunagripirnir væru. „Ég veit það ekki. Mamma er með nokkra, nokkrir eru á skrifstofunni og nokkrir eru bara einhverstaðar,“ svaraði Tiger. „Það eina sem skipti hann máli voru risatitlarnir. Hann talaði um að þessar fjórar vikur skiptu öllu máli. Ef þetta var það eina sem skipti hann máli þá hafa öll hin mótin bara verið eins og venjuleg æfing,“ sagði Rory og bætti við. „Þetta var það eina sem ég gat hugsað um á leiðinni heim og svo hversu glaður ég var að það væri í lagi með hann,“ sagði McIlroy að endingu. Masters-mótið hefst á morgun, fimmtudag, og verður sýnt frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Hefst útsending klukkan 19.00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Bílslys Tigers Woods Tengdar fréttir Masters-matseðill Johnson klár Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Masters-matseðill Johnson klár Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. 6. apríl 2021 11:30