Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 08:48 Gaetz með Trump fyrrverandi forseta á hafnaboltaleik. Þingmaðurinn hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Trump á þingi. AP/Andrew Harnik Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira
Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal
Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14