„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 10:41 Ásta Magnúsdóttir er kórstjóri stúlknakórsins. AÐSEND Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“ Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira