Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 14:04 Ljúbov Sobol, stuðningskona Navalní, mætti fyrir dóm í Mosvku í morgun. Hún er ein fjölda stjórnarandstæðinga sem yfirvöld handtóku á mótmælum til stuðnings Navalní í síðustu viku. Stjórnvöld í Kreml leyfa takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg fyrir fram. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40