„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. maí 2021 10:00 Arnór Steinn Ívarsson ræddi samfélagsmiðla og áhrifavalda í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið. Vísir Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. Arnór segir að það sé erfitt að meta hvort kostirnir við samfélagsmiðla séu fleiri en gallarnir, eða hvort það sé öfugt. Talið barst meðal annars að áhrifavöldum. Áhrifavaldar hafa verið til lengi, en það var ekki fyrr en 2015 sem fyrirtæki fóru að taka að sér að finna spons fyrir áhrifavalda og að tengja saman áhrifavalda og fyrirtæki vegna auglýsinga. „Ég er persónulega á því að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið. 100 prósent. Jújú áhrifavaldar hafa, eftir að þau urðu fræg, orðið hluti af umræðu og geta vakið athygli á einhverjum málefnum en ég vil samt meina að það sé ekki nóg að vera frægur fyrir ekki neitt og koma svo og segja já en ég hafði áhrif á þessa umræðu eða vakti athygli á málum í Afríku.“ Gagnaverið er hlaðvarp hér á Vísi.Vísir/Hjalti Brjálaðist yfir auglýsingu Kendall Jenner Hann notar umdeilda Pepsi auglýsingu Kendall Jenner sem dæmi um þetta. „Þessi auglýsing, réttilega féll ekki í kramið hjá neinum nema einhverjum tólf ára gömlum Kendall-fans.“ Arnór segir að auglýsingin hafi átt að sýna að Kendall væri ekki gagnslaus heldur gæti haft áhrif. „Við erum í híber kapítalísku samfélagi þar sem fyrirtæki líta svo stórt á sig að það þarf bara fallega stelpu og vöru til að allir verði sáttir. Líka bara hvað þetta dró úr öllum byltingum, alvarleikanum og mikilvægi byltinga. Þetta var risastór fokk-jú putti á alla sem hafa dáið í vopnuðum bardögum fyrir frelsi og lýðræði,“ segir Arnór og heldur svo áfram. „Ég hélt að ég væri búinn að jafna mig á þessu en ég er það greinilega ekki. Ég gjörsamlega brjálaðist þegar ég sá þetta.“ Kendall gaf seinna út afsökunarbeiðni vegna auglýsingarinnar, sem sjá má hér fyrir neðan. Drullusama um frían brunch og hótelgistingar Arnór segir að fyrirtækið hafi ætlað að sýna með því að nota eina frægustu ungu konu heims á þeim tíma, hvað þau eru gild í umræðunni og hvað áhrifavaldar séu mikilvægir. „Raunin er sú, nei og nei. Ég ætla bara að halda því fullkomlega fram að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt í umræðuna, bara til samfélagsins. Okkur er drullusama þó að þú farir á Þrastarlund og fáir þér brunch frítt, don’t care. Okkur er drullusama þó þú farir á hótel og fáir þér frítt kampavínsglas, don’t care. Gerðu þetta, en við hin þurfum að borga fyrir það. Bara af því að þú ert aðeins meira aðlaðandi en allir hinir, eða ekki einu sinni endilega það. Bara af því að þú ert með einhvers konar kapítal til að gera þetta.“ Þrastalundur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og áhrifavalda á Suðurlandi. Hann segir að auðvitað séu þó undantekningar og að það sé alveg til fólk sem sé á fullu að búa til efni og eigi þetta skilið. „En það er bara að stór hluti af þessu liði er bara ekki að gera rassgat og er að fá fullt af dóti frítt fyrir. Þau eru ekki að gera neitt.“ Hvað er þetta OnlyFans og er það skref í rétta átt? Hvað varð um MySpace? Hvað er málið með áhrifavalda í dag? Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á samfélagi? Eru samfélagsmiðlar af hinu góða? Þessum spurningum og fleirum er svarað í þættinum hér fyrir neðan. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson, Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tækni Auglýsinga- og markaðsmál OnlyFans Tengdar fréttir „Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Jóhönnu Vigdísdi Guðmundsdóttur. 23. júní 2020 21:00 Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Arnór segir að það sé erfitt að meta hvort kostirnir við samfélagsmiðla séu fleiri en gallarnir, eða hvort það sé öfugt. Talið barst meðal annars að áhrifavöldum. Áhrifavaldar hafa verið til lengi, en það var ekki fyrr en 2015 sem fyrirtæki fóru að taka að sér að finna spons fyrir áhrifavalda og að tengja saman áhrifavalda og fyrirtæki vegna auglýsinga. „Ég er persónulega á því að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið. 100 prósent. Jújú áhrifavaldar hafa, eftir að þau urðu fræg, orðið hluti af umræðu og geta vakið athygli á einhverjum málefnum en ég vil samt meina að það sé ekki nóg að vera frægur fyrir ekki neitt og koma svo og segja já en ég hafði áhrif á þessa umræðu eða vakti athygli á málum í Afríku.“ Gagnaverið er hlaðvarp hér á Vísi.Vísir/Hjalti Brjálaðist yfir auglýsingu Kendall Jenner Hann notar umdeilda Pepsi auglýsingu Kendall Jenner sem dæmi um þetta. „Þessi auglýsing, réttilega féll ekki í kramið hjá neinum nema einhverjum tólf ára gömlum Kendall-fans.“ Arnór segir að auglýsingin hafi átt að sýna að Kendall væri ekki gagnslaus heldur gæti haft áhrif. „Við erum í híber kapítalísku samfélagi þar sem fyrirtæki líta svo stórt á sig að það þarf bara fallega stelpu og vöru til að allir verði sáttir. Líka bara hvað þetta dró úr öllum byltingum, alvarleikanum og mikilvægi byltinga. Þetta var risastór fokk-jú putti á alla sem hafa dáið í vopnuðum bardögum fyrir frelsi og lýðræði,“ segir Arnór og heldur svo áfram. „Ég hélt að ég væri búinn að jafna mig á þessu en ég er það greinilega ekki. Ég gjörsamlega brjálaðist þegar ég sá þetta.“ Kendall gaf seinna út afsökunarbeiðni vegna auglýsingarinnar, sem sjá má hér fyrir neðan. Drullusama um frían brunch og hótelgistingar Arnór segir að fyrirtækið hafi ætlað að sýna með því að nota eina frægustu ungu konu heims á þeim tíma, hvað þau eru gild í umræðunni og hvað áhrifavaldar séu mikilvægir. „Raunin er sú, nei og nei. Ég ætla bara að halda því fullkomlega fram að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt í umræðuna, bara til samfélagsins. Okkur er drullusama þó að þú farir á Þrastarlund og fáir þér brunch frítt, don’t care. Okkur er drullusama þó þú farir á hótel og fáir þér frítt kampavínsglas, don’t care. Gerðu þetta, en við hin þurfum að borga fyrir það. Bara af því að þú ert aðeins meira aðlaðandi en allir hinir, eða ekki einu sinni endilega það. Bara af því að þú ert með einhvers konar kapítal til að gera þetta.“ Þrastalundur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og áhrifavalda á Suðurlandi. Hann segir að auðvitað séu þó undantekningar og að það sé alveg til fólk sem sé á fullu að búa til efni og eigi þetta skilið. „En það er bara að stór hluti af þessu liði er bara ekki að gera rassgat og er að fá fullt af dóti frítt fyrir. Þau eru ekki að gera neitt.“ Hvað er þetta OnlyFans og er það skref í rétta átt? Hvað varð um MySpace? Hvað er málið með áhrifavalda í dag? Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á samfélagi? Eru samfélagsmiðlar af hinu góða? Þessum spurningum og fleirum er svarað í þættinum hér fyrir neðan. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson,
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson,
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tækni Auglýsinga- og markaðsmál OnlyFans Tengdar fréttir „Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Jóhönnu Vigdísdi Guðmundsdóttur. 23. júní 2020 21:00 Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Jóhönnu Vigdísdi Guðmundsdóttur. 23. júní 2020 21:00
Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00
„Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30