Eftir jafnan fyrsta leikhluta setti Valencia í fluggírinn í öðrum leikhluta. Liðið skoraði 29 stig gegn aðeins 12 hjá heimamönnum og staðan því 44-28 í hálfleik.
Það var forystu sem gestirnir létu aldrei af hendi og unnu þeir á endanum góðan 14 stiga sigur, lokatölur 80-66.
Martin Hermannsson átti mjög góðan leik í liði Valencia í kvöld. Ásamt því að skora 11 stig þá gaf hann fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst.
Valencia er sem stendur í 5. sæti með 42 stig, tveimur stigum á eftir Baskonia sem er í 4. sæti deildarinnar.