Sá eini úr meistaraliði Liverpool frá því fyrra sem vann titil annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 14:31 Dejan Lovren fagnar enska meistaratitlinum með Mohamed Salah síðasta sumar. EPA-EFE/Paul Ellis Liverpool náði ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri sínum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og þetta tímabil hefur verið allt annað en sannfærandi hjá ensku meisturunum. Það er þó einn meðlimur úr Liverpool liðinu í fyrra sem hélt áfram að vinna titla. Dejan Lovren getur haldið áfram að kalla sig meistara ólíkt fyrrum félögum sínum í Liverpool liðinu. Liverpool seldi króatíska miðvörðinn til Zenit Sankti Pétursborg í lok júlí fyrir tæpar ellefu milljónir punda eða 1,9 milljarða króna. Lovren var búinn að spila með Liverpool í sex ár og vann bæði ensku deildina og Meistaradeildina með félaginu. Good morning Champions pic.twitter.com/28nOGTTcRh— Dejan Lovren (@Dejan06Lovren) May 3, 2021 Nú níu mánuðum síðar er Lovren orðinn rússneskur meistari með Zenit. Zenit liðið varð þarna meistari þriðja árið í röð. Zenit er öruggt með titilinn þrátt fyrir að það séu tvær umferðir eftir. Lovren hefur ekki verið með að undanförnu vegna meiðsla en hann var auðvitað mættur til að fagna titlinum með félögum sínum. Lovren er 31 árs gamall og varð þarna meistari í þriðja sinn á ferlinum. Hann varð króatískur meistari með Dinamo Zagreb árið 2009. Króatinn náði aðeins að spila tíu leiki á síðasta tímabilinu með Liverpool en félagið hefði heldur betur getað notað hann í vetur þegar liðið lenti í öllum meiðslavandræðunum með miðverðina sína. Congratulations to Dejan Lovren on winning the title in Russia this weekend. 2018 - World Cup and #UCL finalist.2019 - #UCL winner. 2020 - Premier League winner. 2021 - Russian Premier League winner. Not bad going @Dejan06Lovren pic.twitter.com/lzDbCzIr1V— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) May 3, 2021 Enski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Dejan Lovren getur haldið áfram að kalla sig meistara ólíkt fyrrum félögum sínum í Liverpool liðinu. Liverpool seldi króatíska miðvörðinn til Zenit Sankti Pétursborg í lok júlí fyrir tæpar ellefu milljónir punda eða 1,9 milljarða króna. Lovren var búinn að spila með Liverpool í sex ár og vann bæði ensku deildina og Meistaradeildina með félaginu. Good morning Champions pic.twitter.com/28nOGTTcRh— Dejan Lovren (@Dejan06Lovren) May 3, 2021 Nú níu mánuðum síðar er Lovren orðinn rússneskur meistari með Zenit. Zenit liðið varð þarna meistari þriðja árið í röð. Zenit er öruggt með titilinn þrátt fyrir að það séu tvær umferðir eftir. Lovren hefur ekki verið með að undanförnu vegna meiðsla en hann var auðvitað mættur til að fagna titlinum með félögum sínum. Lovren er 31 árs gamall og varð þarna meistari í þriðja sinn á ferlinum. Hann varð króatískur meistari með Dinamo Zagreb árið 2009. Króatinn náði aðeins að spila tíu leiki á síðasta tímabilinu með Liverpool en félagið hefði heldur betur getað notað hann í vetur þegar liðið lenti í öllum meiðslavandræðunum með miðverðina sína. Congratulations to Dejan Lovren on winning the title in Russia this weekend. 2018 - World Cup and #UCL finalist.2019 - #UCL winner. 2020 - Premier League winner. 2021 - Russian Premier League winner. Not bad going @Dejan06Lovren pic.twitter.com/lzDbCzIr1V— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) May 3, 2021
Enski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira