Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 09:59 Með því að mála eitt vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um sjötíu prósent meðal hafarna. NINA, NORSK INSTITUTT FOR NATURFORSKNING Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand. Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand.
Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53